1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Náttúran í eigin rétti: Stjórnarskrá á mannamáli

Náttúran í eigin rétti: Stjórnarskrá á mannamáli

by | 3. Oct, 2012 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

reykjavkurakademan  logo high.png


Af sjónarhóli Láru

í sal ReykjavíkurAkademíunnar

föstudaginn 5. október 2012, kl. 12.05 – 13.00.

Dr. Lára Magnúsardóttir

forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra

flytur hádegisfyrirlesturinn

„Náttúran í eigin rétti:

Stjórnarskrá á mannamáli.“

Undanfarin tvö ár hefur Lára unnið að þeirri tilraun í sagnfræðirannsóknum sínum að beita greiningaraðferðum á samtímamálefni sem hún hafði fram að því notað til að greina miðaldaheimildir og þegar frumvarp til stjórnlaga var lagt fram hófst hún handa við að kanna II. kafla frumvarpsins sem ber heitið “Mannréttindi og náttúra”. „Mannréttindi“ er yfirþjóðlegt hugtak sem segir fyrir um samband mannsins við yfirvöld og hefur „manninn“ að eiginlegu viðfangsefni. Skilgreining mannréttindahugtaksins liggur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og undirliggjandi er skilgreining á „manninum“. Mannréttindahugtakið er þar af leiðandi fyrirfram bundið og því hlýtur að orka tvímælis ef Íslendingar kjósa að fjalla um annað en mannréttindi í stjórnarskrárkafla um það efni.

Á næstunni verður birt uppkast að rannsókninni á heimasíðu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands

á Norðurlandi vestra http://stofnanir.hi.is/skagastrond/

Af sjónarhóli

er ný röð hádegisfyrirlestra ReykjavíkurAkademíunnar

þar sem vísinda- og fræðimenn taka fyrir málefni líðandi stundar.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.