(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Norður: íslensk börn ímynda sér Norðrið.

Norður: íslensk börn ímynda sér Norðrið.

by | 13. nóv, 2009 | Fréttir

ReykjavíkurAkademían og kanadíska háskólaútgáfan Presses de l’Université du Québec hafa gefið út bókina Norður: íslensk börn ímynda sér Norðrið.

nordur.jpg

Bókin kemur út á þremur tungumálum í ritröðinni Imagoborealis, sem er ætlað er varpa ljósi á og túlka hinar margvíslegu táknmyndir Norðursins, vetrarins og Norðurheimskautsins.

Ritstjórar eru Daniel Chartier og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, sem skrifa formála. Meginuppistaða bókarinnar eru einstaklega lífleg og falleg myndverk íslenskra barna og unglinga sem ímynda sér “Norðrið”. Myndverkin voru unnin í Myndlistaskóla Reykjavíkur í tengslum við ráðstefnuna Images of the North, sem ReykjavíkurAkademían stóð fyrir árið 2006.

Á bakhlið bókarinnar segir: “Sérhver hinna ímynduðu heima sem hér finnast næra þekkingu okkar á táknkerfi Norðursins og þröngvar okkur til að íhuga hversu margbrotið og óáþreifanlegt hugtakið “Norðrið” er.

Fagnað verður útkomu bókarinnar með sýningu á myndverkunum í Þjóðminjasafninu föstudaginn 13. nóvember kl. 16.