(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Norrænt verkefni ritlistarkennara, Skriv deg fri

Norrænt verkefni ritlistarkennara, Skriv deg fri

by | 17. maí, 2023 | Fréttir

Skriv dig fri

ReykjavíkurAkademían hlaut nýverið Nordplus styrk frá menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar en áhersluatriði áætlunarinnar fyrir árin 2023-2024 er að efla menntasamstarf til að stuðla að samfélagslega sjálfbærri framtíð. Styrkurinn er undirbúningsstyrkur fyrir stærra samvinnuverkefni norrænna ritlistarkennara sem ber vinnuheitið Skriv deg fri.

Í september munu núverandi þátttökuþjóðir hittast hér í Þórunnartúninu til að smíða verkefnið og skrifa umsókn en einnig huga að víðtækari þátttöku norrænna þjóða og málsvæða. Núverandi samstarfsaðilar ReykjavíkurAkademíunnar eru Fróðskaparsetur Føroya og Forfatterskolen í Noregi.

Verkefnið Skriv deg fri er óbeint framhald samstarfs norræna ritlistarkennaranetsins OrdiNord sem gaf út samnefnda bók árið 2005. Þátttakandi í báðum verkefnunum og hvatamaður að Skriv dig fri er Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og félagi í ReykjavíkurAkademíunni.

Myndin er sótt á vefinn Marias klassrum.