(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Ný fræðakona: Sólrún Harðardóttir

Ný fræðakona: Sólrún Harðardóttir

by | 24. okt, 2022 | Fréttir

Sólrún HarðardóttirSólrún Harðardóttir er kennari og námsefnishöfundur (MEd frá Háskólanum í Wales, Aberystwyth) og hefur einkum skrifað námsefni í náttúrufræði. Um þessar mundir er hún að vinna fræðsluvef um náttúru Reykjavíkur fyrir grunnskólanemendur og fékk hún styrk til þess verkefnis úr Þróunarsjóði námsgagna og Hagþenki. Fyrsta bók hennar kom út 1990 og vorið 2022 fór yngsta afkvæmið í loftið: nattura.kopavogur.is – Sólrún fékk Íslensku menntaverðlaunin árið 2006.

Sólrún hefur annars verið starfsmaður tveggja faghópa um starfsþróun kennara á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, starfað við Háskólann á Hólum, Kennaraháskóla Íslands (nú Menntavísindasvið HÍ) og sem grunnskólakennari við Grandaskóla og Grunnskólann austan Vatna.

Sólrún prjónar, er náttúruunnandi og virk í náttúruvernd!

ReykjavíkurAkademían býður Sólrúnu velkomna í hóp fræðafólksins í Þórunnartúni.