1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Nýjar útgáfur á vegum demóna RA

Nýjar útgáfur á vegum demóna RA

by | 21. Jun, 2017 | Fréttir

RA óskar Arnþóri Gunnarssyni, Kristínu Jónsdóttur, Hauki Arnþórssyni og Þorgerði Þorvaldsdóttur innilega til hamingju með nýútkomin verk sín.

arnthor gunnarssonKristin jonshaukur arnthorssonthorgerdur thorvaldsdottir

 

 

 

Í Lífæðinni eftir Arnþór Gunnarsson og Pepe Brix er áhrifaríkt myndmál notað til að fjalla um sögu sjósóknar og vinnslu sjávarafurða á Íslandi. Verk Kristínar Jónsdóttur, Jón og Jóna, er heillandi og persónuleg frásögn hennar sjálfrar af merkilegu ævihlaupi foreldra sinna, Jónu Bjarnadóttur og Jóns Hjaltalín. Haukur Arnþórsson og Þorgerður Þorvaldsdóttir birtu sína fræðigreinina hvor. Grein Hauks nefnist ,,Alþingi og framkvæmdarvaldið” og birtist í vefritinu Stjórnmál & stjórnsýsla þann 16. júní síðastliðinn.Grein Þorgerðar birtist í Sögu (Tímariti Sögufélags) og ber titilinn ,,Því miður eruð þér ekki á kjörskrá.” ReykjavíkurAkademían hvetur konur og kalla til að kynna sér efni þessara verka í sumar, enda eru þau tilvalin lesning í orlofinu.