1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Nýr akademón: Anna Kristín Gunnarsdóttir bókmenntafræðingur

Nýr akademón: Anna Kristín Gunnarsdóttir bókmenntafræðingur

by | 17. Sep, 2021 | Fréttir

Nýr akademón

Anna Kristín Gunnarsdóttir

Anna Kristín Gunnarsdóttir er bókmenntafræðingur að mennt og gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, nóvelluna Dagbókin,  sem var hluti af MA-verkefni hennar í ritlist við Háskóla Íslands. Sagan var gefin út af Blekfjelaginu, félagi MA-nema í ritlist. Anna vinnur um þessar mundir að nýrri skáldsögu, auk þess að fást við önnur textaskrif, prófarkalestur og þýðingar. Einnig hefur hún sinnt ritstjórn á vegum Blekfjelagsins. Anna hefur komið víða við á ævinni og meðal annars búið í Danmörku, Zimbabwe og í Baskalandinu á Norður-Spáni, en hún þýðir fyrst og fremst úr ensku, dönsku og spænsku, auk þess að spreyta sig á basknesku af og til.