1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Nýr fræðimaður, Hildur Fjóla Antonsdóttir

Nýr fræðimaður, Hildur Fjóla Antonsdóttir

by | 1. Oct, 2020 | Fréttir

 

Hildur Fjóla Antonsdóttir
Dr. Hildur Fjóla Antonsdóttir nýdoktor við EDDU rannsóknarsetur við Háskóla Íslands hefur hafið störf við ReykjavíkurAkademíunnar. Hildur Fjóla  lauk doktorsprófi í réttarfélagsfræðum frá Háskólanum í Lundi árið 2020. Í rannsóknum sínum skoðar hún meðal annars meðferð ásakana um kynbundið ofbeldi innan réttarkerfisins að undanskildum refsirétti; og einnig þróun lögfræðistéttarinnar á Íslandi. Í doktorsrannsókn sinni skoðaði Hildur Fjóla réttlætishugtakið út frá sjónarhóli fólks sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi og hvernig hægt er að koma í auknum mæli til móts við réttlætishagsmuni brotaþola bæði innan réttarvörslukerfisins og utan þess. Hún hefur áður rannsakað einkenni og meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins og viðhorf fagaðila til meðferðar málanna. Áður starfaði hún að jafnréttismálum á vettvangi þróunarmála.

ReykjavíkurAkademína býður Hildi Fjólu velkomna til starfa.