1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Nýr fræðimaður: Þorgeir Sigurðsson

Nýr fræðimaður: Þorgeir Sigurðsson

by | 29. Jun, 2023 | Fréttir

dr. Þorgeir SigurðssonNýlega hóf Þorgeir Sigurðsson doktor í íslenskri málfræði störf við ReykjavíkurAkademíuna.

Nýlegar rannsóknir hans eru um íslenskt fornmál og bragfræði, meðal annars um rísandi tvíhljóð í fornmáli og nýlega (2023) birtist í Mäl og Minne 115 1, greinin How inaccurate rhymes reveal Old Norse vowel phonemes sem þegar hefur hlotið athygli fræðimanna.

Þorgeir lauk doktorsprófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands árið 2019. Í doktorsritgerðinni, The unreadable poem of Arinbjǫrn, preservation, meter, and a restored text nýtti Þorgeir sér eigin fjölrásarmyndir af ólæsilegum texta Arinbjarnarkviðu í Möðruvallarbók til nýrrar útgáfu á kvæðinu. 

Þorgeir er jafnframt rafmagnsverkfræðingur. Hann lauk framhaldsprófi frá DTU í Kaupmannahöfn í febrúar 1983. Hann lauk kennsluréttindaprófi og hefur kennt íslensku og stærðfræði í MA, ML og MR. Þá var Þorgeir ritari (framkvæmdastjóri) CEN TC 304, 1997 – 2001, evrópskrar nefndar um stafatöflur í tölvum og vann m.a. að innleiðingu evru merkis (€) vegna nýs gjaldmiðils. Þá var Þorgeir fagstjóri hjá Geislavörnum ríkisins 2001 – 2015 á sviði ójónandi geislunnar og iðnaðargeislunnar. Hann uppgötvaði og vakti athygli á að borholur á Íslandi framleiddu nokkur tonn af geisluvirkum úrgangi á ári.

Á vefsíðu Þorgeirs er hægt að kynna sér nánar starfsferil hans og nálgast yfirlit yfir þær fjölmörgu greinar sem hann hefur birt í tímaritum og á ráðstefnum á sviði íslenskrar málfræði og geislavirkni.

ReykjavíkurAkademían býður Þorgeir sem – synti úr Drangey í land 8. ágúst 2009 – velkominn í hóp fræðafólksins sem myndar samfélagið í Þórunnartúni 2.