1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Nýr framkvæmdastjóri ReykjavikurAkademíunnar ses

Nýr framkvæmdastjóri ReykjavikurAkademíunnar ses

by | 15. Jan, 2017 | Fréttir

Þann 1. nóvember síðastliðinn var Svandís Nína Jónsdóttir ráðin sem framkvæmdastjóri RA ses. Svandís Nína tók við af Sesselju G. Magnúsdóttur 14mynf10130313 svands 08sem gegnt hafði starfinu frá 1. september 2014. 

Svandís Nína er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í Justice, Law & Society frá American University í Bandaríkjunum. 

Að mastersnámi loknu hóf Svandís doktorsnám í hagrænni stefnumótun við George Mason háskóla og starfaði þar við kennslu og rannsóknir samhliða námi. Að skyldunámskeiðunum loknum flutti Svandís aftur til Íslands og hélt áfram doktorsnámi við Háskóla Íslands sem enn er ólokið. Svandís Nína hefur víðtæka starfsreynslu á vettvangi rannsókna og sinnti stundakennslu við Háskóla Íslands samhliða doktorsnámi. Á árunum 2010-2014 vann Svandís sem sérfræðingur í rannsókna- og þróunarútgjöldum á mats- og greiningasviði Rannís og starfaði sem ráðgjafi í gagnavinnslu næstu tvö árin á eftir, allt þar til hún tók við starfi framkvæmdastjóra RA.