(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Nýr starfsmaður á skrifstofu Akademíunnar

Nýr starfsmaður á skrifstofu Akademíunnar

by | 10. jún, 2023 | Fréttir

Linda GuðlaugsdóttirÍ apríl var Linda Guðlaugsdóttir ráðin á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar. Linda sem er er grafískur hönnuður og vatnslitamálari og vann lengi við útlitshönnun tímarita hjá Birtíngi. Hún mun sinna samskiptum og þjónusta þá sem starfa þar og félaga RA. Reikningshald, skráning upplýsinga, félagatal, almenn skrifstofustörf, viðburða aðstoð og húsnæðisumhirða verða meðal hennar verkefna.

Linda hefur þegar sett mark sitt á starfsemi stofnunarinnar og við hana bundnar miklar vonir. Á móti segir hún sposk á svip: „það er margt áhugavert í gangi hjá ReykjavíkurAkademíunni og gott og skemmtilegt fólk. Það er tilhlökkunarefni að taka þátt í starfseminni.“

Skrifstofan er opin þriðjudaga til föstudaga tíu til eitt.