1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Borgarmálþing
  6.  » Á jaðrinum? Ráðstefna um óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði

Á jaðrinum? Ráðstefna um óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði

by | 31. Oct, 2017 | Borgarmálþing, Fréttir, Viðburðir RA

BorginReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg blása til ráðstefnu föstudaginn 17. nóvember næstkomandi um óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði. Ráðstefnan verður haldin í Norræna húsinu.

Skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð veldur því að óhefðbundið búsetuform er vaxandi vandamál hérlendis. Talið er að hópur efnalítilla Íslendinga og erlent verkafólk búi við slíkar aðstæður. 

Ráðstefnan er mikilvægur áfangi í umfangsmikilli úttekt RA á þessu vaxandi samfélagslega vandamáli. Helstu samstarfsaðilar RA og Reykjavíkurborgar í verkefninu eru Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Vinnumálastofnun, ASÍ, Starfsgreinasamband Íslands, Retor fræðsla ehf., ásamt mörgum fleiri. 

Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Gillian Young frá Newhaven Research í Skotlandi. Gillian er öflugur fræðimaður á sviði húsnæðismála og búsetu í óleyfilegu húsnæði, þá sérstaklega þegar kemur að búsetuskilyrðum erlends verkafólks. 

Ráðstefnan verður haldin í sal Norræna hússins. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.  

Dagskrá


13:00          Setningarorð – Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri


Verkafólk og húsnæði á tímum alþjóðavæðingar

13:10          Local accommodation: migration and the shaping of local housing systems

                   Gillian Young, forstöðukona Newhaven Research í Skotlandi og rannsóknaprófessor við Heriot Watt háskólann.

13:45          Alþjóðavæðingin og verkafólk

                   Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands

14:05          Húsnæðisaðstæður innflytjenda á Íslandi – niðurstöður rýnihópaviðtala

                   Guðbjörg Ottósdóttir, lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands


Búseta í ólöglegu húsnæði á Íslandi

14:25          Greining gagna um óleyfisbúsetu á Íslandi

Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur og Svandís Nína Jónsdóttir, gagnasérfræðingur og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

15:00         Kaffihlé

15:20          Óleyfisíbúðir, staðan nú og leiðir til aukins öryggis

                   Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS

15:35          Búseta í óhefðbundnu húsnæði í Reykjavík – niðurstöður úr manntalinu 2011

                   Ómar Harðarson, fagstjóri hjá Hagstofu Íslands

15:50          Lög um lögheimilisskráningu og væntanlegar breytingar

                   Þyrí Steingr
ímsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur


Tengsl vinnumarkaðar og óleyfisbúsetu

16:05          Erlent vinnuafl á vinnumarkaði – hlutverk Vinnumálastofnunar, áskoranir og sóknarfæriUnnur Sverrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri VMST

     16:20         Kjör erlendra verkamanna og starfsmannaleigur

                       Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ

  16:35         Umræður

  17:00         Dagskrárlok 

Fundarstjóri: Linda Blöndal, dagskrárgerðarkona

 ReykjavíkurAkademían LOGO mediumMerki a vef skjoldur vinstr