Öllum til heilla

Hægt er að fylgjast með fimm viðburðum á netinu en upphafs- og lokaviðburðir verða einnig í sal. Viðburðir eru túlkaðir á íslenskt táknmál, rittúlkaðir og þýddir á ensku/íslensku og varðveittir á þessum vef.

Five Live-streamed events, Opening and Closing events also on stage. All material is available interpreted into Icelandic sign language and translated and subtexted in Icelandic/English.

ÍSLENSKA

LOKIÐ

HVAÐ ERU SAMFÉLAGLISTIR?
16. febrúar kl. 15:00-17:00 á Stóra sviði Borgarleikhússins og í beinni útsendingu.

François Matarasso, rithöfundur og samfélagslistamaður:
A Restless Art – Why participation won, and why it matters
Hin kvika list – hvers vegna þátttaka skiptir máli

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fötlunarlistamaður og sviðshöfundur og Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur:
Go for it girl
Kýldu á það, stelpa

Gestgjafarnir Björg Árnadóttir, rithöfundur og félagi í ReykjavíkurAkademíunni og Jóhanna Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Listar án landamæra, leiða samtal í sal og á neti.

 

LISTSKÖPUN OG SAMVINNA: LEIÐIR AÐ VIRKNI OG VELFERÐ
Samvinnu- og þróunarverkefni Listaháskóla Íslands

16. mars kl. 12:00: Textuð og túlkuð útsending með umræðum á netinu. Streymi verður hér

Sigrún Sævarsdóttir Griffiths, tónlistarkona og kennari við Guildhall School of Music and Drama og LHÍ:

Máttur tónlistar til að tengja og efla.

Dr. Halldóra Arnardóttir, listfræðingur og verkefnastjóri:
Listir og menning sem hugarefling við Alzheimersjúkdómnum.

Dr. Unnur Óttarsdóttir, listmeðferðarfræðingur og myndlistarkona:
Samteikning og minnisrannsóknir í ljósi listmeðferðar. 

 Dr. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ:
Listir og inngilding: Ný námslína.

Gestgjafi: Magnea Tómasdóttir, söngkona og stundakennari við LHÍ.

 

 

INNGILDING Í ORÐUM OG AURUM
27. apríl kl. 12:00: Textuð og túlkuð útsending með umræðum á netinu. Streymi verður hér (íslenska, enskur texti). Táknmálstúlkuð útgáfa mun birtast hér (undir Upptökur/Recordings)

Á fundinum verður fjallað um inngildingaráherslur í þremur nýsamþykktum menningarstefnum  hérlendis en einnig hlustað á raddir samfélagslistafólks.

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sérfræðingur hjá Rannís:
Inngilding í Erasmus+: Áhersluatriði áætlunarinnar og mótun inngildingarstefnu landskrifstofu.

Pálína Jónsdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi Heimsleikhússins Reykjavík Ensemble.
Erfiðleikar við fjármögnun samfélagslistaverkefna

Signý Leifsdóttir, verkefnastjóri stefnumótunar og innleiðingar á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar: Aðgengi og inngilding í menningu og listum í Reykjavík – hvernig og hvers vegna?

Martyna Karolina Daniel, myndlistarkona og sérfræðingur um fjölmenningu hjá Reykjavíkurborg
Tungumálahindranir

Hildur Jörundsdóttir, sérfræðingur í menningar- og viðskiptaráðuneytinu:
Menningarsókn!

Magnea Tómasdóttir, söngkona og sérfræðingur í notkun tónlistar í vinnu með fólki með heilabilun
Hindranir  í listrænni vinnu við heilbrigðisstofnanir

Gestgjafar: Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna og Björg Árnadóttir, ReykjavíkurAkademíunni.

 

SÖGUR AF SAMFÉLAGSLISTUM
18. maí kl. 12:00: Textuð og túlkuð útsending með umræðum á netinu. Streymi verður hér (íslenska, enskur texti). Táknmálstúlkuð útgáfa mun birtast hér (undir Upptökur/Recordings)

Patrik Krebs, stofnandi Leikhúss án heimilis í Bratislava og stjórnandi ERROR hátíðar heimilislausra leikhúsa:
Art for All – All for Art
Allt fyrir listina

Rúnar Guðbrandsson sviðslistamaður:
Ethos – heimilislaust leikhús í Herkastala

Edna Lupita dans- og leiklistarkennari, stuðningsfulltrúi og ráðgjafi á Landspítala:
Ekki einleikið /Acting out – um líf og list Ednu Lupita og heimildarmynd Önnu Þóru Steinþórsdóttur og Ásthildar Kjartansdóttur um glímu Ednu við geðhvörf.

Gestgjafar: Björg Árnadóttir ReykjavíkurAkademíunni og Ingvi Kristinn Skjaldarson flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykajvík

 

 

LANGBORÐ: HVER ERU ÓSÝNILEG Í ÍSLENSKU LISTALÍFI?
15. júní kl. 12:00-14:00 í Klúbbi Listahátíðar, Iðnó

Langborð: Öllum til heilla

Raddir hverja heyrast ekki íslensku listalífi? Hver eru ekki meðal áhorfenda? Verk hverra sjáum við ekki og hver sjáum við ekki standa á stóru sviðunum. Hvernig geta lista- og menningarstofnanir spornað gegn mismunun jaðarlistafólks?

Verið velkomin að langborði þar sem heiðarlegt samtal er eini rétturinn.

Öll eru velkomin að setjast hvort heldur er meðal áheyrenda eða við langborðið. Auk almennra gesta verða talsfólk ólíka jaðarhópa og fulltrúar lista- og menningarstofnana í salnum. Engin eru yfir önnur hafin og öllum frjálst að láta rödd sína heyrast.

Gestgjafarnir, Vigdís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands, slíta ÖLLUM TIL HEILLA með táknrænum gjörningi.

 

ENGLISH

PAST EVENTS:

WHAT IS COMMUNITY ART?
16 February, 3-5 pm Live-Streamed event that takes place on Reykjavík City Theatre’s main stage.

François Matarasso, community artist and writer based in the UK:
A Restless Art – Why participation won, and why it matters

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, disability artist and theatre & performance maker, and Ásrún Magnúsdóttir, choreographer:
Go for it, girl 

Hosts Björg Árnadóttir, writer and member of ReykjavíkurAkademían, and Jóhanna Ásgeirsdóttir, Executive Director of Art Without Borders lead the closing discussion on situ as well as on-line.

 

 

ART AND COOPERATION: FINDING CREATIVITY AND WELL-BEING
Cooperative & developmental projects at the Iceland University of the Arts
16 March, 12 pm: Live stream with subtitles/interpretation followed by online discussion.
Live stream

Sigrún Sævarsdóttir Griffiths, musician and instructor at the Guildhall School of Music and Drama and the IUA:
Music’s ability to connect and empower.

Dr. Halldóra Arnardóttir, art historian and project manager:
Art and culture  stimulate the mind  for those who suffer the Alzheimer’s disease.

Dr. Unnur Óttarsdóttir, art therapist and visual artist:
Co-drawing and memory research in light of art therapy. 

Dr. Kristín Valsdóttir, Dean of Art Education at the IUA:
Art and Inclusion: A new field of study.

Host: Magnea Tómasdóttir, singer and tutor at the IUA.

 

INCLUSION IN WORDS AS WELL AS COST
27 April, 12 pm: Live stream with subtitles/interpretation followed by online discussion. Live stream (English subtitles). Discussions afterwards (feel free to communicate in English). Icelandic sign language interpretation will be available here (Upptökur/Recordings).

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, senior advisor at the Icelandic Centre for Research:
Inclusion in Erasmus+: The priorities of the programme and the forming of an inclusion strategy for the Icelandic National Agency of Erasmus+

Pálína Jónsdóttir,  founder and artistic director of Reykjavík Ensemble International Theater Company
Barriers to financing

Signý Leifsdóttir, project manager for strategy and integration at City of Reykjavík’s Council for Culture, Sports and Leisure:
Access and inclusion in Reykjavík’s art and culture – how and why?

Martyna Karolina Daniel, painter, cinematographer and intercultural specialist
The language barrier 

Hildur Jörundsdóttir, expert in the Ministry of Culture and Trade
Culture Forward!

Magnea Tómasdóttir singer and expert in using music with people with dementia
Barriers to health care

Hosts: Erling Jóhannesson, President of the Federation of Icelandic Artists and Björg Árnadóttir, The ReykjavíkAcademy

 

COMMUNITY ART HISTORIES
18 May, 12 pm: Live stream with subtitles/interpretation followed by online discussion. Live stream (English subtitles). Discussions afterwards (feel free to communicate in English). Icelandic sign language interpretation will be available here (Upptökur/Recordings).

Patrik Krebs, founder of Theatre Without a Home in Bratislava and festival director of ERROR, the festival for theatres without a home:
Art for All – All for Art

Rúnar Guðbrandsson performing artist:
Ethos – Theatre Without a Home at the Salvation Army Castle

Edna Lupita, drama teacher and choreographer, teaching assistant and councillor at the National University Hospital:
ACTING OUT: The Life and Art of Edna Lupita. Edna´s story with highlights from Anna Þóra Steinþórsdóttir´´s and Ásthildur Kjartansdóttir’s documentary about her battle with manic depression.

Hosts: Björg Árnadóttir from ReykjavíkurAkademían and Ingvi Kristinn Skjaldarson, chairman of the Salvation Army’s Reykjavík branch

 

LONG TABLE DISCUSSION: WHO IS INVISIBLE IN THE ICELANDIC ART SCENE?
15 June, 12 –2 pm at the Art Festival Clubhouse, Iðnó.

Longtable: Common good

Whose voice is missing in Icelandic art? Who is not in the audience? Whose work is not taken into count and who do we never see on the stage? How can institutions of art and culture work against the discrimination of marginalised artists?

We welcome you to a long table discussion where a willingness to engage in open and honest communication is the sole prerequisite.

Anyone is welcome to join, both as a member of the audience or by taking a seat at the table. The audience will include spokespersons of various marginalised groups and representatives of several institutions of art and culture. No one is placed above another, and everyone is free to have their voices heard.

Hosts, Vigdís Jakobsdóttir artistic director of Reykjavík Art Festival and Þuríður Harpa Sigurðardóttir, chairwoman of the Icelandic Disability Alliance, close COMMON GOOD with a symbolic performance.

ÍSLENSKA

Hvers vegna samtal um samfélagslistir?

Menningin er ekki kökuskraut, hún er lyftiduft sem lætur allt vaxa. Og listirnar, þær eru samtal sem við eigum við okkur sjálf og samfélag okkar. 

Hugtökin samfélags- og þátttökulistir (e. Community/Participatory Art) eru lítt þekkt hérlendis en ÖLLUM TIL HEILLA samtali um samfélagslistir er ætlað að bæta úr því. 

Segja má að samfélagslistir séu listir skapaðar af lífinu sjálfu til að efla gagnkvæman skilning ólíkra samfélagshópa og varpa ljósi á mikilvægi margbreytileikans sem oft er svo hulinn.

Við bjóðum þér að taka þátt í þessu samtali um samfélagslistir.

Hægt er að fylgjast með fimm viðburðum á netinu en upphafs- og lokaviðburðir verða einnig í sölum Borgarleikhússins og Iðnó. Á facebook hittast svo hagaðilar til að eiga samtal um sjálfbærni og samfélagslega nýsköpun, menningarleg mannréttindi en ekki síst listrænt gildi samfélags- og þátttökulista.

ÖLLUM TIL HEILLA fagnar fjölbreytileikanum með því að:

  • varpa ljósi á umbreytingar- og inngildingarmátt listanna 
  • hvetja fagfólk á sviði menntunar, félags- og heilbrigðisþjónustu til að nýta sér valdeflingaraðferðir listanna
  • auka fjölbreytni í atvinnumöguleikum listafólks og listgreinakennara.

Við undirbúning ÖLLUM TIL HEILLA hefur átt sér stað afar frjótt og gefandi samtal fjölmargra aðila. ReykjavíkurAkademían hafði frumkvæði að samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Borgarleikhúsið og List án landamæra auk fleiri bakhjarla sem fylgjast með af hliðarlínunni.

Nú hlökkum við til að heyra í þér. 

ENGLISH

Why do we need to talk about community art?

Culture is not a cake decoration; it is the raising agent that makes everything grow and expand. And art is an ongoing conversation that we engage in with ourselves and our community.

The term “community/participatory art” is little known in Iceland, but COMMON GOOD: Dialogue on Community Art means to change that.

You might say that community art refers to any self-generated art that encourages mutual understanding between social groups and sheds light on the often-hidden value of multiculturalism.

We would like to invite you to take part in this dialogue on community art.

The dialogue will be held through five online events but the opening and closing ceremonies will also take place in Reykjavík City Theatre and Iðnó Culture House. Interested parties will gather on Facebook to take part in a dialogue about sustainability and social innovations, cultural human rights and especially the value of community/participatory art.

COMMON GOOD celebrates diversity by:

  • shedding light on the inclusivity and transformative nature of community/participatory art
  • encouraging educators and members of the health sector and social sector to make use of the empowering nature of these arts
  • boosting multiculturalism among artists and art educators.

Preparations for COMMON GOOD have involved a very stimulating and rewarding conversation among the parties involved. For the dialogue, ReykjavíkurAkademían reached out and joined forces with the Icelandic Disability Alliance, Reykjavík Arts Festival, Iceland University of the Arts, City of Reykjavík, Reykjavík City Theatre and Art Without Borders– as well as other backers that will be observing from the sidelines.

Now we are looking forward to hearing from you.

ÍSLENSKA

Upptökur af viðburðum birtast hér að streymi loknu

18.05.2022: SÖGUR AF SAMFÉLAGSLISTUM

Táknmálstúlkað

Enskur texti

 

27.04.2022: INNGILDING Í ORÐUM OG AURUM

Táknmálstúlkað

Enskur texti

 

16.03.2022: LISTSKÖPUN OG SAMVINNA: LEIÐIR AÐ VIRKNI OG VELFERÐ
Samvinnu- og þróunarverkefni Listaháskóla Íslands

Táknmálstúlkað

Enskur texti

 

 

16.02.2022: HVAÐ ERU SAMFÉLAGSLISTIR

Francois Matarasso: Hvað eru samfélagslistir?  (enska/ísl. texti/táknmál)

Ásrún Magnúsdóttir og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir: Kýldu á það stelpa
(ísl./enskur texti/táknmál)

ENGLISH

Event recordings displayed after live-stream

18.05.2022: COMMUNITY ART HISTORIES

Icelandic sign language

English subtitles

 

27.04.2022: INCLUSION IN WORDS AS WELL AS COST

Icelandic sign language

English subtitles

 

16.03.2022: ART AND COOPERATION: FINDING CREATIVITY AND WELL-BEING
Cooperative & developmental projects at the Iceland University of the Arts

Icelandic sign language

English subtitles

 

16.02.2022:  WHAT IS COMMUNITY ART?

Francois Matarasso:  What is Community Art? (Eng/Ice subtitles/sign language)

Ásrún Magnúsdóttir og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir: Go for it, girl
(Ice/Eng subtitles/sign language)

 

 

 

Hafðu samband /contact:

Björg Árnadóttir bjorg@akademia.is / tel. (+354) 899 6917

Skráðu þig í umræðuhópinn á facebook / Join facebook discussion group
ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir/Dialogue on Community Art

SAMSTARFSAÐILAR

Merki Listaháskóla Íslands
Merki Öryrkjabandalagsins
Merki Listahátíðar í Reykjavík
Merki Borgarleikhússins

BAKHJARLAR

Mennta- og menningarráðuneytið
Hjálpræðisherinn