1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Opið fyrir umsóknir í stúdentastofu ReykjavíkurAkademíuni maí-ágúst 2013

Opið fyrir umsóknir í stúdentastofu ReykjavíkurAkademíuni maí-ágúst 2013

by | 10. Apr, 2013 | Fréttir

STÚDENTASTOFA REYKJAVÍKURAKADEMÍUNNAR


 
ReykjavíkurAkademían býður háskólanemum í framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) í félags- og hugvísindum tímabundna vinnuaðstöðu í svonefndri Stúdentastofu í húsakynnum Akademíunnar að Hringbraut 121 í Reykjavík (sjá www.akademia.is) á mjög góðu verði eða krónur 6.000.- á mánuði, þjónustugjöld innifalin, fyrir tímabilið 1.maí 2013 til 31. ágúst 2013.

Í boði er skrifborð í skrifstofu með öðrum auk aðgangs að sameiginlegum rýmum Akademíunnar; eldhúsi, fundarherbergi og fyrirlestrasal. Þráðlaus nettenging er í húsinu, sem og ljósritunarvél, faxtæki  og skanni, auk þess sem bókasafn Dagsbrúnar er þar til afnota.  ReykjavíkurAkademían er kraftmikið fræðasamfélag þar sem má finna fjölda fræðimanna, ungra jafnt sem þrautreyndra, á fjölmörgum sviðum hug- og félagsvísinda. Í upphafi dvalar er reiknað með að styrkþegar kynni verkefni sín fyrir fræðimönnum RA.

Stúdentaaðstaðan er hugsuð sem fjögurra mánaða dvöl fyrir hvern umsækjanda. Auglýst er eftir umsóknum fyrir vorönnina, en næsta tímabil á árinu 2013 er 1. september til 31. desember.  

Að lokinni fjögurra mánaða dvöl geta stúdentar sótt um annað skrifstofupláss innan ReykjavíkurAkdemíunnar á almennu verði.

Umsóknir sendist ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 107 Reykjavík, eða í tölvupósti: ra@akademia.is. Ekki eru notuð sérstök eyðublöð en umsækjendur eru beðnir að tilgreina stuttlega viðfangsefni sín, fræðasvið, hvar þeir eru í námi og áætluð námslok auk almennra upplýsinga. Umsóknir skulu berast í síðasta lagi laugardaginn 20. apríl og mun niðurstaða úthlutunarnefndar liggja fyrir áður en jólahátíð gengur í garð.

Allar nánari upplýsingar gefur Ólafur Hrafn í síma 562 8561 eða um netfangið ra@akademia.is