1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Aðrir viðburðir
  6.  » PASI – VINNUSTOFAN

PASI – VINNUSTOFAN

by | 23. Sep, 2017 | Aðrir viðburðir, Fréttir, Viðburðir RA

Nú í september var ReykjavíkurAkademíunni boðin þátttaka í vikulangri vinnustofu á vegum Erasmus + verkefnisins PASI – Performing Arts of Social Inclusion. Vinnustofan var haldin í Slóveníu og þátttakendur auk Íslendinga og Slóvena komu frá Ítalíu, Frakklandi, Króatíu, Búlgaríu og Póllandi. Fulltrúi ReykjavíkurAkademíunnar var Björg Árnadóttir en með henni fóru Yngvi Kristinn Skjaldarson frá Hjálpræðishernum og Rúnar Guðbrandsson frá leikhúsinu LabLoka.

Vinnustofan fjallaði um menningarleg réttindi á tímum margbreytileikans og þar voru kenndar ýmsar skapandi aðferðir í vinnu með jaðarsettum.

Pasi-hópurinn

Ingvi Kristinn Skjaldarson fremstur í flokki hópsins sem hittist í þeim gullfallega bæ, Kranjska Gora, í suðurhlíðum Alpanna.