1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Rannsóknamiðja ReykjavíkurAkademíunnar

Rannsóknamiðja ReykjavíkurAkademíunnar

by | 2. Mar, 2012 | Fréttir

earth-day-earth-hand.jpg
Rannsóknamiðja ReykjavíkurAkademíunnar

Vekjum athygli á því að hafinn er undirbúningur að stofnun Rannsóknamiðju ReykjavíkurAkademíunnar sem áætlað er að hefji starfsemi á haustdögum 2012. Rannsóknamiðjan mun sinna almennum fyrirspurnum nýdoktora og annarra fræðimanna um styrkjamöguleika hérlendis og erlendis ásamt því að veita faglega ráðgjöf við gerð umsókna og vísa á mögulega samstarfsaðila bæði innanlands og utan.

Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við að koma á þverfaglegu (alþjóðlegu) samstarfi á milli rannsakenda og veita ráðgjöf í takt við Horizon 2020 – 8. rammaáætlun Evrópusambandsins. Rannsóknamiðja RA er einnig hugsuð sem kjörinn vettvangur fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu spor í ólgusjó stykjakerfisins, sem og þá sem vilja miðla af reynslu sinni.

Starfsemin er enn í mótun og hvetjum við rannsakendur til að senda inn tillögur um hvaða þjónustu þeim finnst vanta. Tillögur og fyrirspurnir skal senda til dr. Gunnþóru Ólafsdóttur verkefnisstjóra á netfangið gunnthora@akademia.is