(354) 562 8565 ra@akademia.is

Rannsóknarverkefnið Reading and Writing From Below

nordcorp-300x190.jpg

Norræna rannsóknarverkefnið Reading and Writing From Below: Toward a New Social History of Literacy in the Nordic Sphere During the Long Nineteenth Century, hlaut nýlega styrk úr samstarfsverkefni norrænu rannsóknarráðanna, NOS-HS.

Aðalumsækjandi var Dr. Tara Nordlund prófessor við Helsinkiháskóla en verkefnisstjóri var ráðinn Dr. Anna Kuismin sem gegnir rannsóknarstöðu við Helsinki Collegium. Auk þeirra sitja í stýrihóp verkefnisins Dr. Matthew Driscoll Kaupmannahafnarháskóla, Dr. Ann-Catrine Edlund við háskólann í Umeå og Dr. Davíð Ólafsson ReykjavikurAkademíunni.

Eins og ráða má af yfirskrift rannsóknarverkefninsins er viðfangsefni þess félagssaga læsis (lestrar og skriftar) á Norðurlöndunum frá lokum átjándu aldar fram á fyrstu áratugi hinnar tuttugustu. Áhersla er lögð á bóklega iðju í hversdagsmenningu og lífi fólks af alþýðustigum sem notið hafði lítillrar eða engrar formlegrar menntunar.

Verkefnið hafði áður hlotið undirbúningsstyrk frá NOS-HS árið 2008 undir yfirskriftinni The Common People and the Processes of Literacy in the Nordic Countries: Excursions to the Scribal and Print cultures in the 18th and 19th Centuries og var unnið að umsókn um NORDCORP styrk á vegum NOS-HS sem fékkst haustið 2010.

Í kjölfar úthlutunarinnar var auglýst var eftir einstaklingsverkefnum sem féllu að markmiðum rannsóknarinnar.  Styrkir voru veittir sjö fræðimönnum og fjórum doktorsnemum en auk þess voru minni styrkir renna til meðlimum stýrihóps verkefnisins. Gestgjafastofnanir verkefnisins eru Helsinkiháskóli, Háskólinn í Umeå, Kaupmannahafnarháskóli og ReykjavíkurAkademían sem hýsir íslensku þátttakendurna í verkefninu; Braga Þ. Ólafsson, Davíð Ólafsson, Erlu Huldu Halldórsdóttur og Viðar Hreinsson.

Erla Hulda, Viðar, Davíð og Bragi eru þar með fyrstu fræðimennirnir sem gegna föstum , tímabundnum rannsóknarstöðum við ReykjavíkurAkademíunnar og markar það tímamót í nær 15 ára starfsemi rannsóknarstofnunarinnar.

 

Tengill verkefnis