Þau rannsóknarverkefni sem orðið hafa til innan veggja RA og njóta virks stuðnings RA eru:

Mývatnssveit: Sjálfbærni, umhverfi og þróun u.þ.b. 1700-1950 

800px Blue Lagoon in Mvatn 1

Sjálfbærni íslenska bændasamfélagsins hefur lengi verið til umræðu í íslensku fræðasamfélagi og meðal almennings. Litlar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar á efninu. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þetta vandamál, með því að rannsaka fyrirliggjandi heimildir um heyskap og gróðurnýtingu í Mývatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu 1700-1945. Á þessu tímabili urðu miklar breytingar í landnýtingu, frá frá sjálfsþurftarbúskap sem er lýst í umfangsmiklum heimildum frá því um 1700, til þess er útflutningur sauðfjárafurða fór að vaxa um 1820 og til nútímavæðingar búskapar á tímabilinu 1880-1920 og síðar. Slík rannsókn gefur færi á að fylgjast með áhrifum loftslagsbreytinga á búskap um 250 ára skeið. Grunnspurning verkefnisins er: Hverjir voru hinir ýmsu þættir sem urðu til að auka eða draga úr árangri við ræktun töðu á túnum og nýtingu graslendis til búskapar, og hvaða þættir höfðu áhrif á sjálfbærni nýtingar á þessum auðlindum af hálfu samfélags sem byggði alla sína afkomu á þeim, og við stöðuga hættu á því að hafís, kuldi eða eldgos spilltu uppskerunni?

 Verkefnisstjórar eru Árni Daníel Júlíusson og Ragnhildur H. Sigurðardóttir

Aðrir þátttakendur eru: Viðar Hreinsson, Astrid Ogilvie og Megan Hicks. 

Sjá nánari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu Rannís með því að smella hér.


Íslenskar fornritarannsóknir og þjóðarmenning 1780-1918

Alþjóðlegt þriggja ára rannsóknarverkefni, sem ber heitið Íslenskar fornritarannsóknir og þjóðar­menning 1780-1918, hefur aðsetur í Reykjavíkurakademíunni. Því var hleypt af stokkunum í júní 2014 og er fjármagnað af Rannsóknasjóði í vörslu Rannís. 

Í þessu verkefni verða störf þeirra íslensku fræðimanna rannsökuð, sem fengust við útgáfu á og skrif um íslensk fornrit / norrænar fornbókmenntir á árunum 1780-1918, með tilliti til þeirra þjóðernishugmynda sem þar koma fram. Lögð verður áhersla á sjálfstæði hinnar þjóðernislegu orðræðu þessara fræðimanna gagnvart þeirri pólitísku orðræðu, sem fylgdi sjálfstæðisbaráttunni. Orðræða þeirra verður skoðuð sem hluti af alþjóðlegri umræðu um hinn íslenska / norræna menningararf og þjóðarmenningu almennt. Ein birtingarmynd þessarar umræðu var togstreita Íslendinga við aðrar þjóðir um „eignarhald“ á þessum arfi eða ákveðnum hlutum hans. Á sama tíma voru íslensku fræðimennirnir í víðtæku samstarfi við erlenda starfsbræður sína. Þetta samstarf og umgjörð þess verður athugað sérstaklega. Loks verður lögð áhersla á að kanna tengsl orðræðu hinna íslensku fræðimanna við viðtöku grísk-rómverskrar arfleiðar. Rannsóknin mun skila mikilvægum upplýsingum um mótun sjálfsmyndar Íslendinga á umbrotatímum, auk þess að hafa almennt menningarsögulegt gildi.

Verkefnisstjórar eru This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Aðrir þátttakendur: Matthew J. Driscoll, Kaupmannahöfn, Gottskálk Jensson, Kaup­mannahöfn, Jon Gunnar Jør­gensen, Oslo, Annette Lassen, Kaupmannahöfn, Julia Zernack, Frankfurt am Main, Simon Halink, Groningen, og Hjalti Snær Ægisson, Reykjavík.


Ísland og ímyndir norðursins (ÍNOR)

inorRannsóknaverkefnið Ísland og ímyndir Norðursins fékk öndvegisstyrk frá Rannís árið 2007. Rannsóknahópurinn sem stendur að verkefninu, ÍNOR-hópurinn, hefur verið starfandi innan ReykjavíkurAkademíunnar undanfarin ár. Hann hefur fengið til liðs við sig fræðimenn frá alls um 10 háskólum, hér á landi, í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð.Í markmiðslýsingu verkefnisins segir m.a. að rannsakaðar verði „nokkrar birtingarmyndir nútíma sjálfsmynda og ímynda Íslands og Íslendinga sem hluta norðursins, hvernig þær hafa sprottið fram og breyst í tímans rás og hvert þær stefna. Ennfremur mun rannsóknin beinast að lykilatriðum í uppruna og þróun íslenskra ímynda norðursins. Sjónum verður beint að fjórum sviðum:  Stöðu Íslands í alþjóðlegu og norrænu samhengi, norðlægri menningu og samfélagi, tengslum manns og náttúru í norðrinu og loks norðrinu í íslenskum ferðamannaiðnaði.“ Verkefnið er til þriggja ára.

Verkefnisstjórar eru Sumarliði R. Ísleifsson og Daniel Chartier.

www.inor.is


Miðstöð innflytjendarannsókna ReykjavíkurAkademíunnar (MIRRA)

Líkt og nafnið gefur til kynna er MIRRA rannsóknarmiðstöð þar sem málefni innflytjenda og alþjóðlegir búferlaflutningar eru í brennidepli. Auk beinna rannsókna, upplýsinga- og gagnasöfnunar er MIRRA jafnframt tengiliður á milli stofnana á Íslandi, sem þjóna innflytjendum á einn eða annan hátt og fræðasamfélagsins. Þessi tenging er afar mikilvæg og skapar samstarfsvettvang bæði milli þjónustustofnana innbyrðis og svo milli þeirra og rannsóknarsamfélagins. Samvinna af þessu tagi er til hagsbóta fyrir alla þá sem að málaflokknum vinna. MIRRA vinnur ennfremur í samvinnu við samhliða stofnanir og háskóla erlendis.

Forstöðumaður MIRRA er Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur.

www.mirra.is


SVARTÁRKOT, menning - náttúra

svartkot

ReykjavíkurAkademían hefur unnið með heimamönum í Bárðardal að því að koma á fót rannsókna- og menntasetri í Svartárkoti við jaðar Ódáðahrauns. Þar er nú rekinn blómlegur fjárbúskapur en um leið hefur hafist í dalnum alþjóðleg kennsla á háskólastigi um samband menningar og náttúru. Nálgunin er þverfagleg og staðurinn er við hæfi þar sem mannabyggð mætir óbyggðum. Boðið er upp á þrjú sumarnámskeið um landfræði, handritamenningu síðari alda og umhverfissagnfræði. Einnig eru haldin námskeið í samvinnu við erlenda háskóla á öllum árstímum.

Verkefnisstjóri Svarárkots er Axel Kristinsson sagnfræðingur

www.svartarkot.is

 

 

 

 

 

 

 

FaLang translation system by Faboba