1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Refill ReykjavíkurAkademíunnar

Refill ReykjavíkurAkademíunnar

by | 3. Jun, 2022 | Fréttir

Þorleifur Hauksson og refill ReykjavíkurAkademíunnarÍ tengslum við 25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar var unnið yfirlit yfir rannsóknir- útgáfur og viðburði sem unnið hefur verið að innan vébanda ReykjavíkurAkademíunnar allt frá stofnun hennar árið 1997. Yfirlitið er hið glæsilegasta og þar kenndi margra grasa. Afurðin sjálf fékk heitið Refill ReykjavíkurAkademíunnar sökum lögunar og var prentaður á 8 metra langt veggspald sem stillt var upp eftir endirlöngum Lestarsal Safnahússins við Hverfisgötu meðan á afmælismálþingnu ,,Dútlað við þjóðarsálina” stóð 7. maí 2022.

Það er ljóst að refillinn – glæsilegur eins og hann er – er ófullkominn að innihaldi. Við köllum því eftir upplýsingum um viðburði, rannsóknir og útgáfur sem ekki voru tiltækar við vinnslu refilsins. Þær upplýsingar munu nýtast við að yfirstandandi rannsókn og miðlun á sögu ReykjavíkurAkademíunnar.


Refillinn var unninn af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur sagnfræðingi og framkvæmdastjóra ReykjavíkurAkademíunnar. Hann er hannaður af Dagný Reykjalín hjá Blek.  Vinsamlegast sendið skristofu ReykjavíkurAkademíunnar upplýsingar um það sem betur má fara á netangið ra [hja] akademia.is.