1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Róttæki sumarháskólinn

Róttæki sumarháskólinn

by | 4. Aug, 2011 | Fréttir

rt.png

Dagana 13.-18. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar.

Róttæki sumarháskólinn leitast við að tengja saman róttækan aktívisma og hugmyndir. Með róttækum aktívisma er átt við baráttuna fyrir efnahagslegu réttlæti, umhverfisvernd, femínisma, lýðræði og réttindum minnihlutahópa, svo dæmi sé nefnt. Með hugmyndum er átt við hvers kyns mannlega hugsun, hvort sem hún eru listræn, fræðileg, eða sprottin beint úr reynslu hversdagsins. Markmið Róttæka sumarháskólans er, með orðum Hauks Más Helgasonar, að efla hreyfingu róttækra aktívista á Íslandi sem hugsandi líkama með samtakamátt. Róttæki sumarháskólinn byggir alfarið á sjálfboðavinnu og frumkvæði áhugasamra einstaklinga.

Umsjón með Róttæka sumarháskólanum sumarið 2011 hefur Viðar Þorsteinsson.

Kennslan mun fara fram í fyrirlestrasalnum á 4. hæð á eftirfarndi tímum:

Laugardagur 13. ágúst og sunnudagur 14. ágúst: 13:00-17:30
Mánudagur 15. ágúst – fimmtudagur 18. ágúst: 19:30-22:30

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu skólans HÉR

Eða á Facebook HÉR