1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Samningur við Eflingu varðandi Bókasafn Dagsbrúnar

Samningur við Eflingu varðandi Bókasafn Dagsbrúnar

by | 23. Oct, 2012 | Fréttir

Hinn 12. október síðastliðinn undirrituðu Sigurður Bessason formaður Eflingar – stéttarfélags og Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar nýjan þriggja ára samning um varðveislu og umsýslu Bókasafns Dagsbrúnar sem er í eigu Eflingar- stéttarfélags.

Nýr samingur byggir á upphaflegum samningi ofangreindra aðila um bókasafnið frá árinu 2003 og tryggir framtíð safnsins í skjóli og undir stjórn ReykjavíkurAkademíunnar.

Bókasafn Dagsbrúnar er sérfræðisafn á sviði atvinnulífsrannsókna og verkalýðsmála, og handbókasafn fyrir ReykjavíkurAkademíuna. Á safninu er góð vinnuaðstaða fyrir þá sem rannsaka þróun verkalýðshreyfingar, velferðarkerfis og íslensks atvinnulífs.

Safnkostur: Fleiri en 8.500 titlar og 11.700 bindi eru skráðir í Gegni.

Opnunartími: Mánudaga til föstudaga, kl. 13:00-16:30.

Aðsetur: Hringbraut 121, 5. hæð (inngangur frá 4. hæð).

Heimasíða safnsins er http://bokasafndagsbrunar.is/

Inline images 2

Frá undirritun samningsins

Fyrir aftan Sólveigu og Sigurð standa Sigurrós Kristinsdóttir, Anna Jensdóttir, Guðný Kristín Bjarnadóttir, Davíð Ólafsson, Guðmundur Þ. Jónsson og Þráinn Hallgrímsson