1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Sesselja G. Magnúsdóttir skoðar starfsemi rannsóknarþjónustunnar

Sesselja G. Magnúsdóttir skoðar starfsemi rannsóknarþjónustunnar

by | 12. Aug, 2020 | Fréttir

Sesselja G. Magnúsdóttir

Sesselja G. Magnúsdóttir, dansfræðingur.

Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur hefur verið ráðin til þess að fara yfir núverandi starfsemi rannsóknarþjónustu ReykjavíkurAkademíunnar, skoða það sem vel hefur verið gert og koma með tillögur um það sem betur má fara og leggja fram  hugmyndir um hvert skal stefnt.

Sesselja er fyrrum framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og starfaði um árabil innan hennar veggja sem sjálfstæður fræðimaður og verkefnisstjóri RannsóknaSmiðju RA. Þá hefur Sesselja gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan RA.

ReykjavíkurAkademían býður Sesselju velkomna til starfa.

Nánar má fræðast um rannsóknaþjónustu RA á heimasíðu stofnunarinnar.