(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Sjálfsmynd þjóðar

Sjálfsmynd þjóðar

by | 6. nóv, 2009 | Fréttir

Dagana 15.-16. nóvember nk. verður haldin ráðstefna í Skálholtsskóla undir yfirskriftinni Sjálfsmynd þjóðar. Ætlunin er að fjalla um þjóðarhugtakið, sjálfsskilning þjóðar og sjálfsmynd. Ætlunin er að líta til baka yfir farinn veg, en einnig horfa til nútíðar og ekki síður framtíðar. Reykjavíkurakademían, tímaritið Glíman og Skálholtsskóli hafa kallað saman þverfaglegt teymi sérfræðinga til að fjalla um málið út frá ólíkum sjónarhornum, m.a. frá sjónarhorni guðfræði, mannfræði, þjóðfræði, sagnfræði, lögfræði, bókmenntafræði, stjórnmálafræði og heimspeki.

Dagskráin hefst á sunnudag kl. 15.30 og henni lýkur um kaffileitið á mánudag. Allt áhugafólk er boðið velkomið. Fullt verð með gistingu og fæði er kr.: 10.500.-
DAGSKRÁ:
Sunnudagur (15.11)
Kl. 15.00-15.30 Kaffi
Kl. 15.30-18.30 Fyrirlestrar (1. hluti)
• Sigurjón Árni Eyjólfsson, guðfræðingur: Þjóðríkið sem staðleysa.
• Kristinn Ólason, guðfræðingur: Um sjálfsmynd þjóðar eftir 50 ára útlegð.
• Clarence E. Glad, guðfræðingur: Etnísk orðræða og mótun líkamlegrar samfélagsvitundar á upphafsárum kristni.
Kl. 18.30-19.30 Matur
Kl. 19.30-21.30 Fyrirlestrar (2. hluti)
• Valborg Kjartansdóttir, lögfræðingur: „Að vita hvað sé leyft og hvað sé bannað” – Sjálfsmynd og réttlæti.
• Katla Kjartansdóttir, þjóðfræðingur: Sjálfsmynd þjóðar – Hvað er nú það?
Mánudagur (16.11)
Kl. 08.00-09.00 Morgunmatur
Kl. 09.00-12.00 Fyrirlestrar (3. hluti)
• Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur: Sagan og sjálfsmynd(ir) íslenskrar þjóðar.
• Guðmundur Andri Thorsson, bókmenntafræðingur: Skoppari eða púlari, trekkari eða frónari – Um sjálfsmynd þjóðar.
• Egill Arnarson, heimspekingur: Þjóðarvitund og þjóðarórar.
Kl. 12.00-13.00 Matur
Kl. 13.00-15.00 Fyrirlestrar (4. hluti)
• Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur: Íslenska trúboðið – þjóðernishyggja, veraldleg trúarbrögð á Íslandi?
• Stefán Karlsson, stjórnmálafræðingur: Hlutverk ríkisvaldsins í ritum um hrunið
Kl. 15.00 Kaffi
Kl. 15.30 Heimferð