(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Skattlagning sjálfstætt starfandi fræðimanna

Skattlagning sjálfstætt starfandi fræðimanna

by | 7. mar, 2011 | Fréttir

Hagþenkir og ReykjavíkurAkademínan bjóða félagsmönnum sínum upp á örnámskeiðið:

Skattlagning sjálfstætt starfandi fræðimanna

345829246_a7434a76dc.jpg

Um þessar mundir eru menn að telja fram tekjur sínar og eignir. Í tengslum við það koma gjarnan upp ýmsar spurningar. Eru tekjunar sem mér hlotnaðist á árinu t.d. einstaklingstekjur eða atvinnurekstrartekjur?

Munar einhverju í skatti hvort heldur er? Teljist ég atvinnurekandi þarf ég þá að reikna mér laun (endurgjald) og skila staðgreiðslu mánaðarlega eða er nóg að gera skil á þessu árlega? Hvar finn ég upplýsingar um þetta?

Hversu há laun ber mér að reikna mér? Á að miða við fullt starf eða hlutastarf? Ekki má heldur gleyma mótframlaginu en það nemur 8% af reiknuðum launum. Með þessu er þó ekki allt upp talið því fræðimanni ber að greiða 8,65% tryggingargjald af samtölu launa og tryggingargjalds. Manni munar um minna.

Svo er það virðisaukaskatturinn? Þarf ég að vera á virðisaukaskattsrká, hvenær ber mér að skrá mig o. s. frv. Mestu máli skiptir þó frádrátturinn. Hvað get ég dregið frá tekjum mínum svo að skattstofninn og þar með skatturinn verði sem lægstur?

Þessu ásamt öðru mun Ásmundur G. Vilhjálmsson lögmaður og aðjúnkt í skattarétti við VIÐSKIPSTADEILD HÍ reyna að svara sjálfstætt starfandi fræðimönnum þriðjudaginn 8. mars nk. frá 16 til 18.30 í húsakynum Íslensku Akademínunar við Hringbraut 121.