Smíði gagnagrunns – nýsköpunarverkefni

Pétur Stefánsson og Jens Arinbjörn Jónsson. Nýsköpunarverkefni 2022Sumarið 2022 smíðuðu sagnfræðinemarnir Pétur Stefánsson og Jens Arinbjörn Jónsson gagnagrunn sem tekur til upplýsinga um störf hundruð sjálfstætt starfandi fræðafólks sem á tímabilinu 1997-2021 starfaði, um lengri eða skemmri tíma í Reykjavíkur- og AkureyrarAkademíunni,

Gagnagrunnurinn inniheldur upplýsingar um afurðir þess og styrkveitingar úr opinberum sjóðum. Þar er að finna yfirlit yfir fjölda, menntun, störf, starfsaðstæður og afurðir sjálfstætt starfandi fræðafólks í menningu, félags- og hugvísindum.

Markmiðið með gerð gagnagrunnsins var að ná utan um 24 ára auðlegð og fjármögnun þekkingar í RA og AkAk þannig að hægt sé að hafa yfirsýn yfir og fylgjast með starfsemi sjálfstætt starfandi fræðafólks og þeim breytingum sem verða á henni. Því mun grunnurinn nýtast til stefnumótunar, til að tala fyrir og gera hópinn sýnilegan í opinberum hagtölum og til að meta hagrænt framlag hans til samfélagsins. Seinna meir verður grunnurinn uppfærður með upplýsingum frá fræðafólki sem hefur starfað utan RA og AkAk

Skýrsla um verkefnið er aðgengileg á vef ReykjavíkurAkademíunnar. Pétur og Jens Arinbjörn kynntu verkefnið og helstu niðurstöður greiningar á bakgrunni, afurðum og fjármögun sjálfstætt starfandi fræðafólks á afmælismálþinginu Sjálfstæðir rannsakendur – umhverfi og áskoranir, 4. nóvember 2022.

Leiðbeinandi var Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur og safnafræðingur, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar. Þá komu að verkefninu þau Sigurgeir Finnsson forstöðumaður Bókasafns Dagsbrúnar, Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdarstjóri AkureyrarAkademíunnar Aðalheiðar Steingrímsdóttur kennara og sagnfræðings.

Rannsóknin var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var unnin í samstarfi við AkureyrarAkademíuna.


Hafinn er undirbúningur að áframhaldandi þróun gagnagrunnsins; meðal annars að auka við efnið og gera innihaldið aðgengilegan á vef stofnunarinnar.  Gagnagrunnurinn veður nýttur við rannsóknir á sögu íslenskra fræða og þekkingasköpunar og til frekari sköpunar og starfsemi. Einnig mun ReykjavíkurAkademían nýta gagnagrunninn til að kortleggja nánar starfsaðstæður sjálfstætt starfandi fræðafólks, skoða fræðilegan bakgrunn þess og sjálfsmynd og bera saman við aðstæður sjálfstætt starfandi fræðafólk í öðrum löndum.