1. Forsíða
 2.  » 
 3. Fréttir
 4.  » Laus staða framkvæmdastjóra RA ses

Laus staða framkvæmdastjóra RA ses

by | 30. Aug, 2016 | Fréttir

Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar (RA) óskar að ráða framkvæmdastjóra frá 1. nóvember 2016  eða samkvæmt samkomulagi.

Framkvæmdastjóri hefur umsjón með starfsemi og málefnum ReykjavíkurAkademíunnar í umboði stjórnar.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á fjármálum, skrifstofuhaldi og starfsmannamálum, skipulags- og húsnæðismálum RA. Jafnframt sinnir hann kynningarmálum og samstarfi við stofnanir og fyrirtæki í umboði stjórnar.

Helstu verkefni

 1. Stefnumótun RA í samvinnu við stjórn.
 2. Umsýsla rannsóknarverkefna og efling rannsókna á vegum RA.
 3. Umsjón með kynningarmálum.
 4. Umsjón með samningum RA við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.
 5. Rekstur og fjármálaumsýsla.
 6. Fjáröflun til starfsemi RA.
 7. Umsjón með funda- og ráðstefnuhaldi í samvinnu við stjórn og einstaka félaga.


Hæfniskröfur

 • Meistaragráða eða ígildi meistaraprófs er æskileg.
 • Reynsla af stjórnun, fjármálum og rekstri.
 • Reynsla af rannsóknum og/eða utanumhaldi rannsóknarverkefna.
 • Þátttaka í viðburðastjórnun er kostur.
 • Faglegur metnaður og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð tungumálakunnátta.

Upplýsingar

Laun taka mið af gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsókn fylgi kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Einnig fylgi náms- og starfsferilsskrá umsókninni.

Starfshlutfall er 75% en gæti orðið meira með auknum umsvifum.
Umsóknarfrestur er til og með 20.09.2016.

ReykjavíkurAkademían er sjálfseignarstofnun sem byggir á um tuttugu ára sögu félags sjálfstætt starfandi fræðimanna í hug- og félagsvísindum á Íslandi. Í húsnæði RA starfa að jafnaði um 40 manns.

Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar RAses, Ingunn Ásdísardóttir í síma 896 8312 eða gegnum netfangið ingunn@akademia.is

Umsóknir skal jafnframt senda til formanns á sama netfang.