Stafrænar sögur – Digital Storytelling

Stafrænar sögur (e. Digital Storytelling – Empowerment through Cultural Integration) er samstarfsverkefna sjö landa sem hefur verið starfrækt í mörg ár innan veggja RA. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins og er þetta sjöunda starfsárið.

Í stuttu máli eru stafrænar sögu ákveðin aðferð til að setja stutta sögu á stafrænt form. Aðferðin leggur aðaláherslu á að sagan komist til skila og að stafrænu þættirnir yfirtaka hana ekki. Markmið samstarfsverkefnisins DigiPower er að kanna hvort og þá hvernig þróa megi og aðlaga aðferð stafrænna sagna svo hún henti í kennslu og í starfi með fullorðnu fólki með sérþarfir.

Verkefnisstjóri fyrir hönd RA er Salvör Aradóttir. Starfsmaður verkefnisins á Íslandi er Ólafur Hrafn Júlíusson, þjónustustjóri RA.

Verkefninu lauk árið 2017.