(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Stefna ReykjavíkurAkademíunnar 2021-2025

Stefna ReykjavíkurAkademíunnar 2021-2025

by | 15. nóv, 2021 | Fréttir, Skýrslur og greinargerðir

Út er komin stefna ReykjavíkurAkademíunnar fyrir árin 2021-2025.

Vinna við gerð hennar hófst um miðbik árs 2019 og náði hámarki í nóvember sama haust þegar akademónar komu saman á stefnumótafundi í Skálholti greindu hlutverk og framtíðarsýn ReykjavíkurAkademíunnar og þau tækifæri sem eru til umbóta.

Þríþætt hlutverk ReykjavíkurAkademíunnar:                                                                         Fjórar meginstoðir framtíðarsýnar ReykjavíkurAkademíunnar:

Þríþætt hlutverk ReykjavíkurAkademíunnar                   Framtíðarsýn RA meginstoðir

Styrking baklands og sýnleika sjálfstætt starfandi fræðimanna

Það er óumdeilt að hagstætt vinnuumhverfi er forsenda allrar fræða- og listsköpunar og í stefnu ReykjavíkurAkademíunnar 2021-2025 er því lögð áhersla á að styrkja bakland og sýnileika sjálfstætt starfandi fræðimanna, bæði með eflingu innviða stofnunarinnar og með aukinni þjónustu við félagsmenn.

Af sömu ástæðu mun stofnunin á komandi mánuðum og árum vinna að því að styrkja og skýra ytra starfsumhverfi félagsmanna sinna. Heimsfaraldurinn hefur dregið athyglina að bágum kjörum og starfsaðstæðum þeirra og því hversu illa starf sjálfstætt starfandi fræðimanna birtast í opinberum tölum sem stjórnvöld og stéttarfélög byggja á við stefnumótun og ákvarðanatöku. Það verður því eitt af viðfangsefnum ReykjavíkurAkademíunnar að lyfta fram betur en nú er gert þeim ávinningi sem vinna og sköpunarkraftur sjálfstætt starfandi fræðimanna skilar íslensku samfélagi í formi aukinnar þekkingar, sjálfsskilnings og efnahagslegum ábata.

Væntingar stjórnenda RA eru þær að á næstu árum muni ímynd RA styrkjast verulega, félagsmönnum og rannsóknaverkefnum fjölga og samráð og samvinna efld við atvinnulíf, sveitarfélög, opinberar stofnanir og félagasamtök. Á vori komandi mun ReykjavíkurAkademían halda upp á 25 ára starfsafmæli með pompi og prakt. Á slíkum tímamótum er mikilvægt að horfa yfir farinn veg, lyfta fram því sem vel hefur verið gert og læra af því sem miður fór. Ekki síður er mikilvægt að nota tækifærið og ræða um og skilgreina þau fjölmörgu verkefni sem við blasa og vinna saman að lausn þeirra. Ný stefna ReykjavíkurAkademíunnar 2021-2025 er mikilvægt innlegg í þá umræðu sem þá mun fara fram.

Hér er hægt að nálgast Stefnu ReykjavíkurAkademíunnar 2021-2025