1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Stol Björns Halldórssonar

Stol Björns Halldórssonar

by | 10. Feb, 2021 | Fréttir

Á dögunumBjörn Halldórsson kom út skáldsagan Stol eftir demónin Björn Halldórsson sem fjallar um dauðann, tímann og lífið í gegnum höktandi samskipti feðga sem fara saman í glæfralegan tjaldtúr. Faðirinn er með heilaæxli sem hefur rænt hann máli, minningum og getu. Stol er fyrsta skáldsaga Björns sem hefur áður gefið út smásagnasafnið Smáglæpi (2017) sem fékk afar góðar viðtökur.

Björn Halldórsson er með BA-gráðu í enskum og amerískum bókmenntum frá háskóla Austur-Anglia-héraðs í Norwich, Englandi, og MFA-gráðu í ritlist frá háskólanum í Glasgow. Auk þess að skrifa skáldskap hefur Björn einnig unnið fyrir sér sem þýðandi og skrifað pistla, gagnrýni og greinar fyrir ýmis blöð og útgáfur, heima og erlendis. Hann hefur einnig tekið þátt í og stýrt viðburðum á ensku og íslensku fyrir m.a. Bókmenntahátíðina í Reykjavík og fyrir PEN World Voices bókmenntahátíðina í New York-borg – þar sem hann bjó á árunum 2016-2019.

ReykjavíkurAkademían óskar Birni innilega til hamingju með útgáfu bókarinnar.

 

Viðtal við Björn Halldórsson í Lestinni.