(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Svæðisbundnar ímyndir 25. febrúar

Svæðisbundnar ímyndir 25. febrúar

by | 24. feb, 2009 | Fréttir

Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.00 – 22.00 halda Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Guðrún Helgadóttir, frá Háskólanum á Hólum, fyrirlestur undir heitinu Svæðisbundnar ímyndir. Athugasemdir og viðbrögð eru í höndum Valdimars Hafsteins  og fundarstjóri er Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Allir velkomnir.

Fjallað verður um rannsókn sem Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Rannsóknarmiðstöð ferðamála gerðu árið 2008 á svæðisbundnu markaðsstarfi í íslenskri ferðaþjónustu. Meginmarkmið rannsóknarinnar, sem unnin var að undirlagi Ferðamálastofu, var að skoða hvernig hlutverki, starfsemi og uppbyggingu markaðsstofa um landið væri háttað og hverjir kæmu að mótun svæðisbundinnar markaðssetningar og með hvaða hætti. Tekin voru viðtöl við á fimmta tug aðila sem tengjast markaðsstofum, upplýsingamiðstöðum, ferðamálasamtökum og atvinnuþróunarfélögum hinna mismunandi landshluta. Einnig var rætt við forsvarsmenn stofnana og samtaka ferðaþjónustunnar á landsvísu. Hér verður sjónum beint að þeim þætti rannsóknarinnar sem snýr að kynningarefni landshlutanna. Sérstaklega verður rýnt í ferli ímyndunarsköpunar sem og valið kynningarefni einstakra landshluta.