1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Tilnefnd til barnabókaverðlauna: Ragnhildur Hólmgeirsdóttir

Tilnefnd til barnabókaverðlauna: Ragnhildur Hólmgeirsdóttir

by | 9. Mar, 2020 | Fréttir

Í dag var Akademóninn Ragnhildur Hólmgeirsdóttir rithöfundur og sagnfræðingur, tilnefnd til barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokknum barnabækur frumsamdar á íslensku. ReykjavíkurAkademían óskar Ragnhildi og öðrum þeim sem tilnefndir voru til verðlauna innilega til hamingju.

Umsögn dómnefndar um bók Ragnhildar:

Villueyjar er fantavel skrifuð ungmennabók sem fjallar um baráttu góðs og ills og það að trúa – bæði á sjálfan sig og aðra. Lesendur fylgjast með sorgum og sigrum aðalspersónunnar Arildu og hinn fantasíukenndi söguheimur er byggður upp á einkar sannfærandi hátt. Víða er að finna tilvísanir í sögulega atburði okkar heims og staðarnöfn auk þess sem skírskotað er til áskorana og gilda hins vestræna samfélags. Allt þetta stuðlar að því að mynda þétta og góða sögu. Mikil áhersla er lögð á umhverfislýsingar sem þó bitna ekki á persónusköpun en Ragnhildi hefur tekist að skapa sérlega athyglisverða aðalpersónu ásamt því sem aukapersónurnar lifna við á síðum bókarinnar og eru annað og meira en bara staðalímyndir.