1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna: Þuríður Jónsdóttir

Tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna: Þuríður Jónsdóttir

by | 18. Mar, 2022 | Fréttir

Okkar kona, Þuríður Jónsdóttir tónskáld, er tilnefnd til íslensku tónlistaverðlaunanna 2022 fyrir fiðlukonsertinn LEIKSLOK sem var frumfluttur 10. júní sl. á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Unu Sveinbjarnadóttur fiðluleikara en Þuríður samdi Leikslok fyrir hana.

Ljósmyndin af Þuríði sem fylgir þessari frétt er sótt á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er tekin af ljósmyndaranum Sigtrygg Ara. Á vefnum má m.a. lesa að “Þuríður Jónsdóttir (f. 1967) nam flautuleik og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við Konservatoríið í Bologna á Ítalíu þar sem hún lauk diplómagráðu í flautuleik, tónsmíðum og raftónlist. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá Franco Donatoni hjá Accademia Chigiana í Siena og Alessandro Solbiati hjá Accademia di Novara á Ítalíu. Verk eftir Þuríði hafa verið pöntuð og flutt af ýmsum tónlistarhópum og flutt á hátíðum eins og Présences í París, Klang í Kaupmannahöfn, á Norrænum músíkdögum, ISCM og New Directions. Verk hennar hafa verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og til Tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs 2006, 2010 og 2012.”

ReykjavíkurAkademían óskar Þuríði Jónsdóttur innilega til hamingju með tilnefninguna.