1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Umfjöllun um norræna menningarstyrki í Öndvegi fimmtudaginn 9. feb.

Umfjöllun um norræna menningarstyrki í Öndvegi fimmtudaginn 9. feb.

by | 9. Feb, 2017 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

Ása richards
Í Öndvegi næstkomandi fimmtudag fer Ása Richardsdóttir, fyrrum forseti Leiklistarsambands Íslands og sendiherra Norræna menningarsjóðsins,  yfir norræna sjóðakerfið og möguleika á samstarfi og tengingum.

Stærstu sjóðirnir eru Norræni menningarsjóðurinn – http://www.nordiskkulturfond.org/  – og Norræna menningargáttin –  https://www.nordiskkulturkontakt.org). Fjölmargir, mismunandi möguleikar eru á stuðningi úr þessum sjóðum. og ætlar Ása að segja okkur frá því. Ása Richardsdóttir hefur starfað í menningu, listum, stjórnmálum og fjölmiðlum í 30 ár. Hún byrjaði tvítug að vinna hjá RÚV og eftir fyrstu háskólagráðuna starfaði hún sem fréttamaður erlendra frétta á Sjónvarpinu. Frá árinu 1994 hefur hún unnið í íslensku leikhúsi og dansi, stofnaði Kaffileikhúsið, var framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins og forseti Leiklistarsambands Íslands. Hún hefur stýrt fjölmörgum alþjóðlegum viðburðum og verkefnum, bæði hér heima og erlendis og starfar nú sjálfstætt sem kennari, ráðgjafi og verkefnisstjóri í listum. Auk þessa er hún bæjarfulltrúi í Kópavogi.