(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Uppúr hjólförum útrásar og kreppu!!! 28. maí

Uppúr hjólförum útrásar og kreppu!!! 28. maí

by | 26. maí, 2009 | Fréttir

Víða um samfélagið fer fram umræða og endurmat af ýmsu tagi, um orsakir kreppunnar og leiðir út úr henni. Prisma er er eitt af merkustu lóðunum á nýjar vogarskálar, en hvað er það?

Annar alþýðufyrirlestur ReykjavíkurAkademíunnar verður haldinn í sal RA, Hringbraut 121, 4. hæð, fimmtudaginn 28. maí kl. 17:00.


Diplómanámið Prisma, sem Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands hafa skipulagt í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna hefur tekist einstaklega vel og vakið mikla athygli. Hugmyndasmiður þess og verkefnisstjóri er Hrund Gunnsteinsdóttir, og mun hún segja frá hugmyndafræði Prisma, aðferðum og árangri.

Meginþáttur í aðferðafræði kennslu og fyrirkomulags er skapandi og gagnrýnin hugsun en burðargreinar eru fræðigreinar lista og heimspeki. Mörgum tengdum fögum er fléttað saman við meginþátt námsins s.s. ímyndafræði, menningarstjórnun, frumkvöðlafræði, hönnun og tíðaranda, myndmálssögu, tónlistarsögu og -miðlun, skapandi skrifum, aðferðafræði myndlistar og leikhúss, arkitektúr og skipulagi, miðlunarfræði, mannfræði, markaðsfræði og stjórnun. Að auki er boðið upp á gestafyrirlestra einu sinni í viku þar sem sérfræðingar segja frá því sem er að gerast í stefnumótun, rannsóknum og nýsköpun í samfélaginu og utan landssteinanna. Yfir fimmtíu sérfræðingar víðsvegar að úr samfélaginu koma að kennslu í Prisma.

Helstu markmið námsins: Þverfagleg þekking, fleiri verkfæri í verkfæratöskuna, menntun á háskólastigi, umbreyting.

Að loknu erindi Hrundar mun Viðar Hreinsson stýra umræðum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir