(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Borgarmálþing
  6.  » VALDEFLING-Ráðstefna

VALDEFLING-Ráðstefna

by | 15. maí, 2015 | Borgarmálþing, Fréttir, Viðburðir RA

mime

VALDEFLING – skapandi aðferðir í vinnu með fullorðnum

Málþing á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og Reykjavíkurborgar í Iðnó 15. maí 2015 kl. 9:00-15:30. Ráðstefnustjóri: Ragnheiður Elfa Arnardóttir félagsráðgjafi og leikkona.

Málþingið er ætlað þeim sem vinna valdeflandi starf með fullorðnu fólki, til dæmis  heimilislausu fólki, fötluðu og  geðfötluðu fólki, vímuefnaneytendum, innflytjendum, þolendum ofbeldis og öðrum hópum sem oft eru jaðarsettir.

Dagskrá

8:30 Húsið opnar.

9:00 Ólafur Hrafn Júlíusson: Dolný zleb, fluffer´s paradise – stafræn saga

–  Ólafur Hrafn Júlíusson er byggingartæknifræðingur og starfsmaður ReykjavíkurAkademíunnar.

9:05 Sesselja G. Magnúsdóttir: Setning málþings

–  Sesselja G. Magnúsdóttir er dansfræðingur og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar.

9:15 Bjarni Karlsson: Jeppagrillið og ofurkisan- Eru hugmyndir okkar um vald valdeflandi?

–  Bjarni Karlsson er með meistaragráðu í kynlífssiðfræði ásamt embættisprófi í guðfræði og hefur starfað sem sóknarprestur um áratugaskeið. Um þessar mundir rekur hann eigin sálgæslustofu og vinnur jafnframt að doktorsrannsókn í velferðarsiðfræði við HÍ.

9:45 Kristín Valsdóttir: Hugtakið sköpun og sköpunarhæfni

–  Kristín Valsdóttir er deildarforseti listkennslu í LHÍ sem er kennsluréttindanám á meistarastigi fyrir listamenn úr öllum listgreinum. Kristín er  tónlistarkennari með mikla kennslureynslu af öllum skólastigum og  stundar nú doktorsnám við HÍ í samvinnu við Conservatoir í Groningen, Hollandi, á því sviði sem hún nú starfar.

10:15 Umræður
10:30 Kaffihlé

10:45 Patrik Krebs:Homeless theater: What, why, where?
–  Patrik Krebs  hefur MA-próf í leiklist, er leiklistarmeðferðarfræðingur og listrænn stjórnandi Divadlo bez domova (Heimilislausa leikhússins) í Bratislava, Slóvakíu og ERROR-festival, alþjóðlegrar leiklistarhátíðar heimilislausra leikhúsa.

11:45 Hádegisverður í Iðnó

Sólskinssögur

12:30 Steinunn Ása Þorvaldsdóttir syngur við undirleik Lilju Eggertsdóttur.
–  Steinunn Ása Þorvaldsdóttir hefur lokið diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun við HÍ, er í Gæsahópnum og hópnum sem vann sjónvarpsþættina Með okkar augum.

12:40 Valgerður H. Bjarnadóttir: Lífsins vefur – heildræn nálgun í vinnu með fullorðnum.
–  Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri menningarsögu og trúarheimspeki með áherslu á gyðjutrú og rætur íslenskrar menningar. Hún hefur starfað við fræðslu og ráðgjöf fullorðinna í áratugi á ýmsum vettvangi, og starfar nú sjálfstætt undir yfirskriftinni Vanadís – rætur okkar, draumar og auður.

12:55 Magðalena Kjartansdóttir: Er listagyðjan virk? Valdefling og nýting hæfileika.
–  Magðalena Kjartansdóttir er deildarstjóri í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða.

13:10  Zahra Mesbah og Kristín R. Vilhjálmsdóttir: Söguhringur kvenna – skapandi heimskonur breyta landslaginu
–  Zahra Mesbah er nemi í FÁ og Kristín R. Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni

13:25 Sigrún Halla Tryggvadóttir: Aftur út í lífið
–  Sigrún Halla Tryggvadóttir er verkefnastjóri í Hugarafli.

13:40 Ilmur Kristjánsdóttir: Leikhús hinna kúguðu! Hvernig leikhús getur gefið hinum raddlausu rödd.
–  Ilmur Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi og verðandi formaður velferðarráðs, er auk þess leikkona og handritshöfundur.

13:55 Kaffi

Úrvinnsla

14:15 Björg Árnadóttir: Í mínu valdi? Sólskins- og sorgarsaga um líf og list.
–  Björg Árnadóttir er myndlistarkennari og blaðamaður að mennt með MA gráðu í menntunarfræðum frá HÍ með áherslu á fullorðinsfræðslu og sköpun. Hún hefur skrifað bækur og kennir skapandi skrif, söguspuna (bibliodrama) og tekur þátt í verkefni um heimilislaus leikhús með Divadlo bez Domova í Bratislava.

14:30 Trausti Ólafsson: Að skima, skoða og skapa: Unnið með hugmyndir og úrlausnarefni í verki og athöfn.
–  Trausti Ólafsson er með doktorspróf í leiklistarfræðum frá University of East Anglia og hefur sérmenntun í geðmeðferð í leikrænum aðferðum (psychodrama) frá Norsk Psychodrama Institutt og The Northern School of Psychodrama. Trausti hefur kennt víða hérlendis og erlendis og haldið smiðjur um psychodrama, á síðari árum einkum fyrir Hlutverkasetur.

15:00 Umræður um hugmyndir ráðstefnugesta og fyrirlesara.
–  Ragnheiður Elfa Arnardóttir sem stýrir ráðstefnu og umræðum er leikkona og félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og vinnur við átaksverkefnið Grettistak.

15:25 Björk Vilhelmsdóttir: Málþingi slitið.
–  Björk Vilhelmsdóttir er félagsráðgjafi og formaður velferðarráðs.

Þátttökugjald 3.500, hádegismatur og síðdegishressing innifalin.

Skráning HÉR