(354) 562 8565 ra@akademia.is
 1. Forsíða
 2.  » 
 3. Borgarmálaþing
 4.  » VALDEFLING-Ráðstefna

VALDEFLING-Ráðstefna

Þorgerðarmál 2. apríl 2022

ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir
FOR THE BENEFIT OF ALL BEINGS conversation on participation

ReykjavíkurAkademían stendur á vormánuðum fyrir fundaröðinni ÖLLUM TIL HEILLA samtali um samfélagslistir sem fjallar um hugmyndafræði, framkvæmd og gildi samfélagslista (e. Community Art) og þátttökulista (e. Participatory Art).

Bakhjarlar verkefnisins eru Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Reykjavíkurborg, Listaháskóli Íslands, Borgarleikhúsið, List án landamæra og fleiri.

Verkefninu stýrir Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og félagi í ReykjavíkurAkademíunni, en hún hefur lengi beitt skapandi aðferðum til valdeflingar og samfélagslegrar inngildingar (e. Social  Inclusion). Sjá grein Bjargar á Stundinni Samfélagslistir almenningi til heilla.

Hafið samband: bjorg [hjá] akademia.is / 8996917.

Markmið fundaraðarinnar

 • Að efla og kynna samfélagslistir sem aðferð til valdeflingar og til inngildingar jaðarsettum hópum í menningar- og listalífið og þar með samfélagið.
 • Að stuðla að samfélagslegri nýsköpun með því að kynna fagfólki í félags-, heilbrigðis- og menntunarstéttum, ásamt embættismönnum og stjórnmálafólki, hugmynda- og aðferðafræði samfélagslista.
 • Að skapa atvinnufólki í listum verkefni á sviði samfélagslista og auka þannig fjölbreytni starfa í skapandi greinum.
 • Að hefja umræðu og halda áfram umræðu og hvetja til samstarfs ólíkra hagsmunaaðila á sviðinu.

SKRÁNING

Þátttaka í fundaröðinni er ókeypis en skráning er forsenda þess að hægt sé að halda vel utan um áhugasama þátttakendur. Nánari upplýsingar koma síðar.

VETTVANGUR FAGFÓLKS

Málþingið er ætlað fagfólki sem vinnur að því að gæta hagsmuna og að valdefla jaðarsetta einstaklinga og hópa. Tilgangurinn er tvíþættur, um leið og fjallað verður um markvissa beitingu skapandi aðferða til valdeflingar jaðarsettra er skapaður vettvangur fyrir fagfólk til þess að ræða sameiginlegar áskornir og lausnir. Nánari upplýsingar koma síðar.

UM SAMFÉLAGSLISTIR

Samfélags- og þátttökulistir (e. Community Art og Participatory Art).

 • hafa heilandi, inngildandi og valdeflandi áhrif á jaðarsetta hópa og einstaklinga og veita raddlausum rödd
 • skapa listafólki tækifæri til að skapa sér vinnu
 • opna listunnendum nýjar víddir og aukinn skilning á listum og samfélagi.

Björg Árnadóttir fjallar um Samfélagslistir í greininni Samfélagslistir almenningi til heilla sem birtist í Kjarnanum árið 2020.

UM FYRIRLESARANA

(Nánari upplýsingar koma síðar)

SAMSTARFSAÐILAR 

ReykjavíkurAkademían skipuleggur viðburðina í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík, Öryrkjabandalagið, Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Borgarleikhúsið og fleiri aðila.
Verkefnisstjóri er Björg Árnadóttir,  bjorg [hja] akademia.is

Dagskrá

Fimm fundir/viðburðir verða sendir út á netinu frá 16. febrúar til 15. júní en upphafs- og lokaviðburðir verða einnig í sal ef kóvid lofar. Allt efni er á ensku eða íslensku en þýtt á hitt málið og ásamt því að vera  táknmálstúlkað. Efnið verður gert aðgengilegt og geymt til frambúðar hér á þessari síðu en jafnframt verður skapaður umræðuvettvangur á netinu.

Dagskráin er í mótun en verður smám saman uppfærð hér:

ÍSLENSKA

ENGLISH

16. febrúar: Morgunverðarfundur í Borgarleikhúsinu /textuð útsending skömmu síðar
HUGMYNDAFRÆÐI OG GILDI SAMFÉLAGSLISTA

Francois Matarasso, breskur fræðimaður og samfélagslistamaður: The Restless Art (Hin kvika list) Íslenskur fyrirlesari
Atriði úr ranni samfélagslistanna
Umræður til að þétta raðirnar
16. febrúar: Morgunverðarfundur í Borgarleikhúsinu /textuð útsending skömmu síðar
HUGMYNDAFRÆÐI OG GILDI SAMFÉLAGSLISTA

Francois Matarasso, breskur fræðimaður og samfélagslistamaður: The Restless Art (Hin kvika list) Íslenskur fyrirlesari
Atriði úr ranni samfélagslistanna
Umræður til að þétta raðirnar

16. mars: Útsending
SAMFÉLAGSLISTIR Í FRÆÐUM OG FRAMKVÆMD

Sigrún Sævarsdóttir-Griffith: Valdeflandi tónlistarvinna
Verkefni Listaháskóli Íslands á sviði samfélagslista

16. mars: Útsending
SAMFÉLAGSLISTIR Í FRÆÐUM OG FRAMKVÆMD

Sigrún Sævarsdóttir-Griffith: Valdeflandi tónlistarvinna
Verkefni Listaháskóli Íslands á sviði samfélagslista

13. apríl: Útsending
INNGILDING – ÁVINNINGUR OG ÚTGJÖLD

Inngilding í þremur nýsamþykktum menningarstefnum; Menningar- og menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Erasmus+.
Reynslusögur af erfiðleikum þeirra sem fást við samfélagslistir við að fjármagna verkefni sín.

13. apríl: Útsending
INNGILDING – ÁVINNINGUR OG ÚTGJÖLD

Inngilding í þremur nýsamþykktum menningarstefnum; Menningar- og menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Erasmus+.
Reynslusögur af erfiðleikum þeirra sem fást við samfélagslistir við að fjármagna verkefni sín.

11. maí: útsending
SÓLSKINSSÖGUR AF AKRINUM

Patrik Krebs: Heimilislausa leikhúsið í Bratislava og ERROR hátíð heimilislausra leikhúsa
Ilmur Kristjánsdóttir og Rúnar Guðbrandsson: Heimilislausa leikhúsið EHTOS
Edna Lupita og kvikmyndin EKKI EINLEIKIÐ/ACTING OUT (Leikstjórar: Ásthildur Kjartansdóttir og Anna Þóra Steinsþórsdóttir

11. maí: útsending
SÓLSKINSSÖGUR AF AKRINUM

Patrik Krebs: Heimilislausa leikhúsið í Bratislava og ERROR hátíð heimilislausra leikhúsa
Ilmur Kristjánsdóttir og Rúnar Guðbrandsson: Heimilislausa leikhúsið EHTOS
Edna Lupita og kvikmyndin EKKI EINLEIKIÐ/ACTING OUT (Leikstjórar: Ásthildur Kjartansdóttir og Anna Þóra Steinsþórsdóttir

15. júní: Hádegisverðarfundur í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó/textuð útsending skömmu síðar
ALLT ER HÆGT

Fjallað um þátttökulistir á stóra og litla sviðinu í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og List án landamæra.
Lokagjörningur til að halda loganum lifandi.

15. júní: Hádegisverðarfundur í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó/textuð útsending skömmu síðar
ALLT ER HÆGT

Fjallað um þátttökulistir á stóra og litla sviðinu í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og List án landamæra.
Lokagjörningur til að halda loganum lifandi.

 

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Öllum til heilla - skráning

Þátttakendur

Ef að fleiri en einn þátttakandi kemur saman þarf að skrá alla í sömu skráningunni til að þátttakendur geta setið saman.
Nafn
Nafn
Fornafn
Eftirnafn

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Merki Listaháskóla Íslands
Merki Öryrkjabandalagsins
Merki Listahátíðar í Reykjavík
Merki Borgarleikhússins
Merki Borgarleikhússins
Merki Borgarleikhússins
Merki Borgarleikhússins
Merki Borgarleikhússins
Merki Borgarleikhússins
Merki Borgarleikhússins

mime

VALDEFLING – skapandi aðferðir í vinnu með fullorðnum

Málþing á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og Reykjavíkurborgar í Iðnó 15. maí 2015 kl. 9:00-15:30. Ráðstefnustjóri: Ragnheiður Elfa Arnardóttir félagsráðgjafi og leikkona.

Málþingið er ætlað þeim sem vinna valdeflandi starf með fullorðnu fólki, til dæmis  heimilislausu fólki, fötluðu og  geðfötluðu fólki, vímuefnaneytendum, innflytjendum, þolendum ofbeldis og öðrum hópum sem oft eru jaðarsettir.

Dagskrá

8:30 Húsið opnar.

9:00 Ólafur Hrafn Júlíusson: Dolný zleb, fluffer´s paradise – stafræn saga

–  Ólafur Hrafn Júlíusson er byggingartæknifræðingur og starfsmaður ReykjavíkurAkademíunnar.

9:05 Sesselja G. Magnúsdóttir: Setning málþings

–  Sesselja G. Magnúsdóttir er dansfræðingur og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar.

9:15 Bjarni Karlsson: Jeppagrillið og ofurkisan- Eru hugmyndir okkar um vald valdeflandi?

–  Bjarni Karlsson er með meistaragráðu í kynlífssiðfræði ásamt embættisprófi í guðfræði og hefur starfað sem sóknarprestur um áratugaskeið. Um þessar mundir rekur hann eigin sálgæslustofu og vinnur jafnframt að doktorsrannsókn í velferðarsiðfræði við HÍ.

9:45 Kristín Valsdóttir: Hugtakið sköpun og sköpunarhæfni

–  Kristín Valsdóttir er deildarforseti listkennslu í LHÍ sem er kennsluréttindanám á meistarastigi fyrir listamenn úr öllum listgreinum. Kristín er  tónlistarkennari með mikla kennslureynslu af öllum skólastigum og  stundar nú doktorsnám við HÍ í samvinnu við Conservatoir í Groningen, Hollandi, á því sviði sem hún nú starfar.

10:15 Umræður
10:30 Kaffihlé

10:45 Patrik Krebs:Homeless theater: What, why, where?
–  Patrik Krebs  hefur MA-próf í leiklist, er leiklistarmeðferðarfræðingur og listrænn stjórnandi Divadlo bez domova (Heimilislausa leikhússins) í Bratislava, Slóvakíu og ERROR-festival, alþjóðlegrar leiklistarhátíðar heimilislausra leikhúsa.

11:45 Hádegisverður í Iðnó

Sólskinssögur

12:30 Steinunn Ása Þorvaldsdóttir syngur við undirleik Lilju Eggertsdóttur.
–  Steinunn Ása Þorvaldsdóttir hefur lokið diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun við HÍ, er í Gæsahópnum og hópnum sem vann sjónvarpsþættina Með okkar augum.

12:40 Valgerður H. Bjarnadóttir: Lífsins vefur – heildræn nálgun í vinnu með fullorðnum.
–  Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri menningarsögu og trúarheimspeki með áherslu á gyðjutrú og rætur íslenskrar menningar. Hún hefur starfað við fræðslu og ráðgjöf fullorðinna í áratugi á ýmsum vettvangi, og starfar nú sjálfstætt undir yfirskriftinni Vanadís – rætur okkar, draumar og auður.

12:55 Magðalena Kjartansdóttir: Er listagyðjan virk? Valdefling og nýting hæfileika.
–  Magðalena Kjartansdóttir er deildarstjóri í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða.

13:10  Zahra Mesbah og Kristín R. Vilhjálmsdóttir: Söguhringur kvenna – skapandi heimskonur breyta landslaginu
–  Zahra Mesbah er nemi í FÁ og Kristín R. Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni

13:25 Sigrún Halla Tryggvadóttir: Aftur út í lífið
–  Sigrún Halla Tryggvadóttir er verkefnastjóri í Hugarafli.

13:40 Ilmur Kristjánsdóttir: Leikhús hinna kúguðu! Hvernig leikhús getur gefið hinum raddlausu rödd.
–  Ilmur Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi og verðandi formaður velferðarráðs, er auk þess leikkona og handritshöfundur.

13:55 Kaffi

Úrvinnsla

14:15 Björg Árnadóttir: Í mínu valdi? Sólskins- og sorgarsaga um líf og list.
–  Björg Árnadóttir er myndlistarkennari og blaðamaður að mennt með MA gráðu í menntunarfræðum frá HÍ með áherslu á fullorðinsfræðslu og sköpun. Hún hefur skrifað bækur og kennir skapandi skrif, söguspuna (bibliodrama) og tekur þátt í verkefni um heimilislaus leikhús með Divadlo bez Domova í Bratislava.

14:30 Trausti Ólafsson: Að skima, skoða og skapa: Unnið með hugmyndir og úrlausnarefni í verki og athöfn.
–  Trausti Ólafsson er með doktorspróf í leiklistarfræðum frá University of East Anglia og hefur sérmenntun í geðmeðferð í leikrænum aðferðum (psychodrama) frá Norsk Psychodrama Institutt og The Northern School of Psychodrama. Trausti hefur kennt víða hérlendis og erlendis og haldið smiðjur um psychodrama, á síðari árum einkum fyrir Hlutverkasetur.

15:00 Umræður um hugmyndir ráðstefnugesta og fyrirlesara.
–  Ragnheiður Elfa Arnardóttir sem stýrir ráðstefnu og umræðum er leikkona og félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og vinnur við átaksverkefnið Grettistak.

15:25 Björk Vilhelmsdóttir: Málþingi slitið.
–  Björk Vilhelmsdóttir er félagsráðgjafi og formaður velferðarráðs.

Þátttökugjald 3.500, hádegismatur og síðdegishressing innifalin.

Skráning HÉR