1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Vannýttur mannauður? fyrirlestur Clarence E. Glad á haustþingi Rannís 2005 (sögubrot)

Vannýttur mannauður? fyrirlestur Clarence E. Glad á haustþingi Rannís 2005 (sögubrot)

by | 25. Nov, 2005 | Fréttir, Umhverfi rannsókna, Útgáfa RA

Doktorsnám á Íslandi var viðfangsefni haustþings Rannís árið 2005. Þinginu var ætlað að stuðla að umræðu um markmið og forsendur doktorsnáms á Íslandi. Málþinginu var skipt upp í tvo hluta. Fyrri hlutinn fór fram undir yfirskriftinni Hvernig menntum við doktora? Þar var meðal annars þeim spurningum velt upp hvort hið fámenna íslenska háskólasamfélag geti axlað það hlutverk að mennta íslenska vísindamenn framtíðarinnar og hernig tryggja mætti gæði námsins.

Yfirskrift seinnihluta málþingsins var Til hvers menntum við doktora? Þar sem meðal annars var rædd þörf þjóðfélags og atvinnulífs fyrir doktorsmenntaða einstaklinga. dr. Clarence E. Glad var fulltrúi ReykjavíkurAkademíunnar á haustþinginu og velti þar upp ýmsum áltiamálum í fyrirlestrinum Vannýttur mannauður?

Dagskrá haustþings Rannís 2005

Hvernig menntum við doktora?

Íslenskt doktorsnám í alþjóðasamkeppni – hvernig tryggjum við gæðin?  Hans Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Rannís
Háskóli Íslands: Fimmföldun í doktorsnámi. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Uppbygging doktorsnáms við Háskólann í Reykjavík. Bjarki A. Brynjarsson, forseti tækni- og verkfræðideildar HR
Öflugur Rannsóknanámssjóður er forsenda uppbyggingar doktorsnáms. Guðrún Nordal prófessor, Háskóla Íslands
Evrópusáttmáli vísindamanna. Cornelis Mario Vis, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

Til hvers menntum við doktora?

Sköpun mannauðs – margs að gæta. Jón Sigurðsson bankastjóri, Seðlabanka Íslands
Rétt liðskipan er lykill að árangursríkum rannsóknum. Hlutverk doktorsnema. Guðmundur Þorgeirsson prófessor, Landspítala – háskólasjúkrahúsi
Vannýttur mannaudur? Clarence E. Glad Ph. D., ReykjavíkurAkademíunni
Doktorspróf í atvinnulífinu. Þórunn Rafnar framkvæmdastjóri rekstrar, Urði, Verðandi, Skuld

Pallborð háskólarektora: Ágúst Sigurðsson LBHÍ, Guðfinna Bjarnadóttir HR, Kristín Ingólfsdóttir HÍ, Ólafur Proppé KHÍ, Runólfur Ágústsson Bifröst, Þorsteinn Gunnarsson HA.

Umræðum stýrði Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarps og þingforseti var Hjálmar Árnason alþingismaður.

 

Nánari upplýsingar um haustþingið – sem haldið var á Hótel Loftleiðum – eru að finna á vef Rannís.

 

____________

Sögubrotið er tekið saman af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur í tilefni af 25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar 7. maí 2022.
Ef þú býrð yfir frekari upplýsingum um það sem fram fór á Haustþingi Rannís 2005 hafðu þá samband við skrifstofuna. Netfangið er ra [hjá] akademia.is