(354) 562 8565 ra@akademia.is

VERKEFNIÐ LEIKHÚSS HINNA RADDLAUSU

Á árunum 2014-2015 unnu ReykjavíkurAkademían og Divadlo bez domova (Heimilislausa leikhúsið) í Bratislava í Slóvakíu tvíhliða verkefni á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Verkefnið hét Theatre of the Oppressed og snerist um innleiðingu aðferðar brasilíska leikhússmannsins Augusto Boal (1931-2009) í starf heimilislausa leikhússins.

Björg Árnadóttir frá ReykjavíkurAkademíunni, Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir og Ragnheiður Elfa Arnardóttir, félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg, fengu tækifæri til að semja, æfa og sýna leikritið Primeiro Passo ásamt hópi heimilislausra leikara. Verkefnið var frumflutt á ERROR – hátíð heimilislausra leikhúsa í Bratislava í nóvember 2014.

Vorið 2015 kom hópur frá Bratislava til Reykjavíkur á vinnustofu sem Björg Árnadóttir hélt um aðferðina biblíódrama. Þá var Patrik Krebs, leikhússtjóri Heimilislausa leikhússins ,einnig aðalfyrirlesari á málþingi um valdeflingu jaðarsettra með listum sem ReykjavíkurAkademían stóð fyrir í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Heimilislausa leikhusið

Heimilislausa leikhúsið í Brataislava hefur starfað frá árinu 2005 en allir leikararnir eru fatlaðir eða götunnar fólk.

Heimilislausa leikhusið

Ragnheiður Elfa Arnardóttir og Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir ásamt Tomáš Kubiš í verkinu Primeiro Passo á ERROR hátíðinni.

 

Heimilislausa leikhusið

Nokkrir leikarar Divadlo bez domova, Heimilislausa leikhússins í Bratislava.