(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Verst er farið með vinnukonurnar á Rás 1

Verst er farið með vinnukonurnar á Rás 1

by | 3. maí, 2020 | Fréttir

1. maí var fluttur á Rás 1 þátturinn Verst er farið með vinnukonurnar – Frásagnir af nokkrum harðduglegum konum í umsjón Akademónsin Lilju Hjartardóttur.  Óhætt er að mæla með þættinum sem er afar innihaldsríkur og vekur athygli okkar á kjörum vinnukvenna, hóps sem of sjaldan er talað um. Í kynningu á heimasíðu RÚV segir:

Vinnukonur fyrri tíma áttu margar hverjar erfiða ævi. Þær þræluðu í þágu annarra meðan þær höfðu þrek til en þrátt fyrir að þær væru fjölmennasta stétt landsins eru þær aukapersónur í Íslandssögunni, oftast nafnlausar og flestum gleymdar. Án strits þeirra hefði samfélagið hvorki þrifist né dafnað – það hefði ekki lifað af. Í þættinum rifjar Lilja Hjartardóttir upp sögur nokkurra vinnukvenna og ræðir jafnframt við Vilborgu Dagbjartsdóttur, skáld og rithöfund.

Hægt er að hlusta á þáttinn til og með 30. júlí 2020.