H21 „Blekking hins sjálfssprottna og fleiri munir úr safni sakleysisins“ 2013

HUGMYNDIR 21. ALDARINNAR

„Blekking hins sjálfssprottna
og fleiri munir úr safni sakleysisins“

Málþing ReykjavíkurAkademíunnar
Laugardaginn 28. september kl. 11:00 – 15:00 í sal Reykjavíkur Akademíunnar
í JL-Húsinu Hringbraut 121

Reykjavíkur Akademían býður til málþings um skriðrætur og sakleysi þar sem Njörður Sigurjónsson, Viðar Halldórsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Þorgerður Þorvaldsdóttir munu kynna rannsóknir sínar, ræða kenningalegar undirstöður og aðferðafræðilega nálgun.

Umræðustjóri verður Davíð Ólafsson

H21 VALD ÁSTRÍÐNA ÁSTRÍÐUR VALDS 2014

HUGMYNDIR 21. ALDARINNAR
VALD ÁSTRÍÐNA

ÁSTRÍÐUR VALDS

FRÆÐI / STÝRING - ÞEKKINGARGRUNNUR SAMTÍMANS

Upptökur af málþingi ReykjavíkurAkademíunnar sem haldið var

laugardaginn 5. apríl kl. 11:00 – 15:00 í sal ReykjavíkurAkademíunnar

í JL-húsinu Hringbraut 121

Movie icons 01 512 Smellið á nöfn fyrirlesara til að nálgast upptökur af fyrirlestrum og 
Movie icons 01 512

"Umræður" til að nálgast upptökur af umræðum. 

Guðrún Ingólfsdóttir: Ástríðufull fílólógía. Guðrún er doktor í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hún er sjálfstætt starfandi fræðimaður með aðstöðu á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Benedikt Hjartarson: „Og hvaða erindi á þetta svo við okkar samtíma?“ Um nektarmenningu, dulspeki, esperanto, framúrstefnu, fasisma, alpaklifur og rafmagnsguðfræði. Benedikt er með doktorspróf frá hugvísindasviði Rijksuniversiteit í Groningen og er lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

Lára Magnúsardóttir: Ástríðustjórnun – um rannsókn á opinberu valdi og einkalífi . Lára er er akademískur sérfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og forstöðumaður þeirrar stofnunar.

Björn Þorsteinsson: Brennið þið vitar. Tittlingaspælingar á tuttugustu og fyrstu öld. Björn er doktor í heimspeki frá Université Paris 8. Hann starfar við Heimspekistofnun Háskóla Íslands.


Umræður.
 

 

Umræðustjóri var dr. Þorgerður Þorvaldsdóttir

 

 

 

HUGMYNDIR 21. ALDARINNAR IÐKUN KYNS OG ÞJÓÐAR

Málþing Reykjavíkur Akademíunnar

22. september kl. 11:00 – 14:30 í sal ReykjavíkurAkademíunnar í JL-Húsinu Hringbraut 121

Reykjavíkur Akademían býður til málþings um iðkun kyns og þjóðar þar sem Gyða Margrét Pétursdóttir, Helga Þórey Björnsdóttir, Kristinn Schram og Ólafur Rastrick munu kynna rannsóknir sínar, ræða kenningalegar undistöður og aðferðafræðilega nálgun.

Umræðustjóri verður Jón Ólafsson.

Hugmyndir 21. aldarinnar er röð málþinga á vegum Reykjavíkur Akademíunnar þar sem leitast verður eftir að efna til þverfaglegra umræðu um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans og með hvaða hætti þeir birtast í verkum íslenskra vísindamanna.

Iðkun kyns og þjóðar er fyrsta málþingið í röðinni.


Hugmyndir 21. aldarinnar er hluti af

Rannsókna(s)miðju ReykjavíkurAkademíunnar

FaLang translation system by Faboba