(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » VINNUSTOFA: LEIKHÚS GEGN HEIMILISLEYSI

VINNUSTOFA: LEIKHÚS GEGN HEIMILISLEYSI

by | 23. jan, 2017 | Fréttir

Nú í janúar  tók ReykjavíkurAkademían þátt í vinnustofu á vegum Erasmus+ undir nafninu Theatre against Youth Homelessness. Vinnustofan var skipulögð af Divadlo bez domova (Heimilislausa leikhúsinu) í Bratislava og auk Íslendinga og Slóvaka sóttu Tékkar, Slóvenar, Ungverjar, Spánverjar og Ítalir vinnustofuna sem snerist um að nota skapandi aðferðir í vinnu gegn heimilisleysi.

Björg Árnadóttir tók þátt í vinnustofunni fyrir hönd ReykjavíkurAkademíunnar ásamt Guðrúnu Þorgerði Ágústsdóttur og Ragnheiði Elfu Arnardóttur, félagsráðgjöfum hjá Reykjavíkurborg.

Vinnustofa gegn heimilisleysi

Björg, Guðrún Þorgerður og Ragnheiður Elfa ásamt öðrum þátttakendum í vinnustofunni Theater against Youth Homelessness í Bratislava.