1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Vísindabyltingar í Öndvegi þann 7. desember kl. 12:00-13:00

Vísindabyltingar í Öndvegi þann 7. desember kl. 12:00-13:00

by | 3. Dec, 2017 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

Björn Stefánsson
Fimmtudaginn 7. desember fjallar Björn S. Stefánsson, forstöðumaður Lýðræðissetursins, um gerð vísindabyltinga og fræði hópákvarðana í Öndvegiskaffi ReykjavíkurAkademíunnar. Viðfangsefnið byggir á grundvallarriti Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolution (1962) en Hið íslenska bókmenntafélag gaf ritið út í fyrra undir heitinu Vísindabyltingar. Að venju verður fundurinn haldinn í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð í Skúlatúni 2, kl. 12:00-13:00. Aðgangur er öllum opinn. Léttar veitingar í boði.