Nýlegar fræðigreinar eftir Clarence E. Glad
RA vill vekja athygli á nýlegum fræðigreinum eftir demóninn Clarence E. Glad. Ein greinanna birtist í fyrra en hinar þrjár á þessu ári. Endilega flettið þeim upp við tækifæri og kynnið ykkur efni þeirra.
RA vill vekja athygli á nýlegum fræðigreinum eftir demóninn Clarence E. Glad. Ein greinanna birtist í fyrra en hinar þrjár á þessu ári. Endilega flettið þeim upp við tækifæri og kynnið ykkur efni þeirra.
RA óskar Arnþóri Gunnarssyni, Kristínu Jónsdóttur, Hauki Arnþórssyni og Þorgerði Þorvaldsdóttur innilega til hamingju með nýútkomin verk sín.
RA óskar Kristínu Jónsdóttur og Írisi Ellenberger innilega til hamingju með styrkina sem þær fengu úhlutað úr Jafnréttissjóði á kvennadaginn 19. júní sl.
Íris Ellenberger fékk úthlutað 8.000.000 kr. fyrir verkefnið: ,,Huldurkonur: Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700-1960."
Kristín Jónsdóttir fékk úthlutað 3.000.000 kr. fyrir verkefnið: ,,Kvennalistinn.is."
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutaði í gær starfsstyrkjum til ritstarfa. Til úthlutunar voru 15 milljónir. Eftirfarandi demónar hlutu styrk að þessu sinni: Clarence E. Glad. Ævisaga Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852). Kr. 450.000; Gunnar Hersveinn. Heillaspor - gildin okkar. Kr. 450.000; Gylfi Gunnlaugsson. Þættir úr viðtökusögu norrænna fornbókmennta. Kr. 450.000 og Sesselja G. Magnúsdóttir. Það voru allar stelpur í jazz. Jazzballettinn og JSB. Kr. 450.000.
ReykjavíkurAkademían óskar styrkhöfum innilega til hamingju.