1. Forsíða
 2.  » 
 3. Fréttir
 4.  » Aukinn sýnileiki sjálfstætt starfandi fræðafólks

Aukinn sýnileiki sjálfstætt starfandi fræðafólks

by | 25. May, 2022 | Fréttir

Framtíðarsýn RA meginstoðirStefna ReykjavíkurAkademíunnar 2021-2025 liggur fyrir og nú er unnið að því að hrinda henni í framkvæmd. Meðal annars með því að styrkja ReykjavíkurAkademíuna sem bakhjarl sjálfstætt starfandi fræðimanna við rannsóknir og miðlun fræðilegra afurða og tengiliður við íslenskt samfélag, háskóla og atvinnulíf.

Sem liður í að styrkja baklandið og auka sýnileika félagsmanna RA þá þarf að skilgreina betur hópinn, þarfir hans og stöðu á vinnumarkaði. Einnig þarf að lyfta fram framlagi fræðafólks til íslensks samfélags bæði í samhengi við rannsóknir og nýsköpun og með hagrænum mælikvörðum.

Til að ná því markmiði hefur verkefninu verið skipt niður í fjögur undirmarkmið sem öll skarast með einum eða öðrum hætti:

 1. skilgreina hópinn og fylkja liði
 2. styrkja rannsóknainnviði og rannsóknaumhverfið
 3. meta hagræn áhrif af starfsemi sjálfstætt starfandi fræðafólks
 4. bæta stöðu hópsins á vinnumarkaði

Með aðild að Félagi ReykjavíkurAkademíunnar getur þú verið hluti að samfélagi sjálfstætt starfandi fræðimanna og þannig aukið slagkraft ReykjavíkurAkademíunnar sem félags. Um leið notið þeirrar aðstöðu sem félagsmönnum stendur til boða. Þar má nefna:

   • Afnot af Ráðslagi, fundarherberginu og Dagsbrún, fundarsalnum
   • Rannsóknaþjónusta og bakhjarl við umsóknir í sjóði
   • Eigin síðu í félagatali RA (í vinnslu)
   • Akademíunetfang
   • Glærur og annað markaðsefni
   • Aðstoð við kynningar
   • Afsláttarkjör hjá fyrirtækjum
   • Aðgangur að opnu rými
   • Aðgang að Akademónar, póstlista FRA og fréttabréf
   • Þátttaka í félagsstarfi, ferðum og veislum
   • Boð um þátttökum á námskeiðum sem eru haldin fyrir félagsmenn

Hér er sótt um aðild að FRA