1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Félagsskapur sjálfstætt starfandi fræðimanna í JL-húsinu (sögubrot)

Félagsskapur sjálfstætt starfandi fræðimanna í JL-húsinu (sögubrot)

by | 19. Nov, 1998 | Fréttir, Gárur

Í nóvember árið 1998 birtist í Morgunblaðinu frétt um að ReykjavíkurAkademían hafi tekið skrifstofuhúsnæði að í JL-húsinu að leigu af fjámrálráðaneytinu og að þar geti allt að 25 fræðimenn að geta haft vinnuaðstöðu.

Fréttin byggði á viðtali við Jón Karl Helgason framkvæmdastjóra og eftir honum haft að leigusamningur hafi verið gerður til eins árs og að samtökin hafin notið velvildar hjá fjármálaráðuneytinu og styrkja frá Reykjavíkurborg. Að sögn Jóns Karls er „hugmyndin á bak við opnun þessa húsnæðis … svipuð og á bak við Tæknigarð á lóð Háskóla Íslands. „Stefnt er að því að þetta verði fræðimannagarður þar sem sjálfstætt starfandi fræðimenn geta leigt sér vinnuaðstöðu og verið í samfélagi við aðra fræðimenn.”  Þá kemur fram að fræðimennirnir í JL- húsi eru einkum í hug- og félagsvísindum og að hin þverfaglegi bakgrunnur fræðimannanna gefi „færi á að takast á við fjölbreytt og jafnvel nýstárleg fræðileg verkefni.”

Viðbót, ekki mótvægi

Þá kemur fram í viðtalinu að Akademían ætti að verða viðbót, ekki mótvægi við íslenskar háskólastofanir. „Það eru alltaf fleiri og fleiri hæfir fræðimenn sem ljúka landskólanámi, mun fleiri en komast að við kennslu og fræðastörf við hefðbundnar háskólastofnanir. Sumir þeirra sem ekki hafa fengið fasta kennara- eða rannsóknarstöðu hafa tekið þann kostinn að leggja fræðina á hilluna en við vonum að akademían verði vettvangur og hvati fyrir þetta fólk til þess að stunda sín fræði áfram og skapa sér sín eigin tækifæri.”

Tengill á fréttina í  Morgunblaðinu, fimmtudaginn 19. nóvember 1998, bls. 28.


Sögubrotið er tekið saman af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur í tilefni af 25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar 7. maí 2022.
Ef þú býrð yfir frekari upplýsingum um stofnun ReykjavíkurAkademíunnar endilega hafðu samband við skrifstofuna. ra [hjá] akademia.is