1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Fræðaþing
  6.  » Fræðaþing 2023: Innan garðs og utan

Fræðaþing 2023: Innan garðs og utan

by | 3. Sep, 2023 | Fræðaþing, Fréttir

Fraedathing2023 Innan gards og utan

Í Fróða, fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar, föstudaginn 22. september kl. 13 til 17.

Á Fræðaþingi 2023 er sjónum beint að hlutverki hug- og félagsvísinda,
þeim hluta fræðasamfélagsins sem starfar utan háskólanna, að opinberri
fjármögnun áhugadrifinna rannsókna og möguleikum ungs fræðafólks að
láta til sín taka við rannsóknir og þekkingarmiðlun.

Dagskrá þingsins

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir

 


Fræðaþing er vettvangur um samstarf fræðafólks sem starfar utan og innan háskólana að rannsóknum og þekkingarmiðlun á sviði hug- og félagsvísinda.
Markmiðið er að skapa sameiginlega sýn fræðafólks sem starfar að rannsóknum og þekkingarmiðlun, ræða tækifæri og ógnanir og leggja grunn að samvinnu um rannsóknir og þekkingarmiðlun þvert á starfsvettvang og ólíkar fræðigreinar.