(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Borgarmálþing
  6.  » ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir

ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir

by | 7. feb, 2022 | Borgarmálþing, Fréttir, Upptökur, Viðburðir RA

ReykjavíkurAkademían, í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra, stendur vorið 2022 fyrir  viðburðaröðinni ÖLLUM TIL HEILLA samtali um samfélagslistir. Þar verður sjónum beint að mikilvægi samfélags- og þátttökulista
(e. Communityand Participatory Art) við inngildingu allra í samfélagið, lista sem leyfa óvæntum röddum að berast og bregða upp myndum af lífum þeirra sem búa við hvers kyns skerðingar og jaðarsetningu .

Viðburðirnir eru fimm talsins:

HVAÐ ERU SAMFÉLAGSLISTIR?
16. febrúar kl. 15:00-17:00 á Stóra sviði Borgarleikhússins* og í beinni útsendingu.

LISTSKÖPUN OG SAMVINNA: LEIÐIR AÐ VIRKNI OG VELFERÐ
Samvinnu- og þróunarverkefni Listaháskóla Íslands
16. mars kl. 12:00: Textuð og túlkuð útsending með umræðum á netinu.

INNGILDING Í ORÐUM OG AURUM
13. apríl kl. 12:00: Textuð og túlkuð útsending með umræðum á netinu.

SÖGUR AF SAMFÉLAGSLISTUM
11. maí kl. 12:00: 
Textuð og túlkuð útsending með umræðum á netinu:

LANGBORÐ: HVER ERU ÓSÝNILEG Í ÍSLENSKU LISTALÍFI?
15. júní kl. 12:00-14:00 í Klúbbi Listahátíðar, Iðnó og í beinni útsendingu

* Vegna samgöngutakmarkana þarf að skrá þátttöku á upphafsviðburðinn í Borgarleikhúsinu Tix.is.

Öllum viðburðunum er streymt á akademia.is/ollum og þar er hægt að skrá sig til þátttöku, kynna sér dagskrá og fyrirlesara og nálgast upptökur að viðburðunum loknum, bæði með íslensku táknmáli og með íslenskum og enskum texta. Hjólastólaaðgengi er að upphafs og lokaviðburðum sem eru í sal.

Við hvetjum öll sem eru áhugasöm um umbreytingar- og inngildingarmátt listanna til að mæta á viðburði og taka þátt í umræðum sem þar fara fram sem og í lokuðum FB hópi viðburðaraðararinnar.