1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Skýjaborgir skjóta rótum (sögubrot)

Skýjaborgir skjóta rótum (sögubrot)

by | 29. Jan, 1999 | Fréttir, Gárur

Reykjavíkur akademían 1999 skilti„Gangurinn er skuggalegur og lyftan upp á fjórðu hæð varla meira en fermetri. Á stigapallinum vísar ílangt lbað með áletruninni “Reykjavíkurakademían” veginn.” Þannig hefst lýsing Önnu G. Ólafsdóttur blaðamanns á heimsókn hennar í ReykjavíkurAkademíuna sem birtist í Daglegu lífi, B blaði  Morgunblaðsins 29. janúar 1999. Ýmislegt fróðlegt kemur fram um starfsemi Akademíunnar. Meðal annars að fyrsti stóri viðburðurinn, ráðstefnan Íslenskur menningararfur – auðlind í ferðaþjónustu var fyrirhugaður eftir 2 vikur og að markmiðið með henni var að skapa umræður og efla tengslin á milli aðila í ferðaþjónustu og fræðimanna á sviði þjóðfræði, sagnfræði, íslenskra bókmennta og fleiri greina. Þá var hafin útgáfa á ritröðinni Íslenskri menningu í samvinnu við Bókmenntafélagagið.

Markmiðið með stofnun samfélagins er að virkja fræðimennina til samstarfs, skapa þeim starfsaðstöðu og ný rannsóknatækifæri.  Á þessum tímapunkti voru skráir félagar í ReykjavíkurAkademíunni hátt í 100 talsins og skrifstofurnar voru 16 og rúmuðu 20-25 fræðimenn. Af þeim var rætt við eða um:

Önnudís  Grétu Rúdólfsdóttur félagssálfræðing, Axel Sigurðsson sagnfræðing, Ágúst Þór Árnason heimspekingur, Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing, Davíð Ólafson sagnfræðing, Jón Karl Helgason bókmenntafræðing og framkvæmdastjóra, Jón Jónsson þjóðfræðing, Ólínu Þorvarðardóttur þjóðfræðing, Sumarliða  ísleifsson sagnfræðing, Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing, Salvör Nordal heimpeking, Viðar Hreinsson bókmenntafræðing og Þórunni Sigurðardóttur íslenskufræðing. Eftirspurn eftir vinnurými var meiri en framboðið og í janúar 1999 var verið að hugsa um að útbúa bása í opnu rými í norðurhluta fjórðu hæðar. Vandamálið var að slík aðstaða yrði á kostnað fyrirlestrahalds sem þá var í býgerð.

Myndir sem birtast með greininni, þar á meðal myndin af hurðarskiltinu sem hér er birt, eru líklega teknr af blaðamanninum sjálfum, Önnu G. Ólafsdóttur.


Sögubrotið er tekið saman af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur í tilefni af 25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar 7. maí 2022.
Ef þú býrð yfir frekari upplýsingum um eða myndum úr ReykjavíkurAkademíunni endilega hafðu samband við skrifstofun RA með tölvupósti á netfangið ra [hjá] akademia.is