(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Þjónusta
  4.  » Vinnuaðstaðan

Vinnuaðstaðan

Í ReykjavíkurAkademíunni er vinnuaðstaða í boði fyrir rúmlega fjörtíu fræði- og listamenn. Samfélagið í Þórunnartúni byggir á frumkvæði einstaklinganna sem þar starfa og saman skapa hið þverfaglega andrúmsloft menningar, lista og fræða. Vinnuaðstaðan er góð og hægt að dvelja í Akademíunni um lengri eða skemmri tíma.

Innifalið í leigunni er meðal annars aðgangur að þráðlausu neti, prentara og skanna; funda- og fyrirlestraaðstöðu með fjarfunda-, upptöku- og streymisbúnaði og tímabundinni vinnuaðstöðu í AkureyrarAkademíunni. Þá er í boði ýmis þjónusta eins og aðstoð við þekkingarmiðlun og kynningar, rannsóknaþjónusta og þátttaka í fjölbreyttu jafningjasamstarfi sem tengist rannsóknum og fjölfaglegri þekkingarmiðlun. Þá má nefna bæði veflæga ferilskrá og kynningu á þekkingu og hæfni, möguleika á akademíunetfangi og aðkomu að fjölbreyttum verkefnum og þekkingarmiðlun sem fram fer á vegum Akademíunnar.

Nánari upplýsingar fást á skristofu Akademíunnar, í síma  562 8565 og á netfanginu  ra [hja] akademia.is.

Velkominn í ReykjavíkurAkademíuna!

  •  
Umsókn um skrifstofu
Skrifstofa sem sótt er um *

Umsókn um leigu á skrifstofu telst einnig sem umsókn um félagsaðild. Félagsaðild er forsenda þess að leigja skrifstofu hjá RA.