1. Forsíða
  2.  » 
  3. Þjónusta
  4.  » Þjónustan

Þjónustan

Félag ReykjavíkurAkademíunnar

ReykjavíkurAkademían er málsvari fræðafólks sem starfar sjálftætt, einkum á sviði menningar- hug- og félagsvísinda. Þá rekur stofnunin Miðstöð fræðafólks utan háskólanna í Þórunnartúni 2. Þar er aðsetur fræðimanna, félagasamtaka og smærri fyrirtækja og þangað sækja félagar ReykjavíkurAkademíunnar fjölbreytta þjónustu.

Félag ReykjavíkurAkademíunnar, FRA er bakhjarl stofnunarinnar og styður við starfsemina og stendur vörðu um hagsmuni hennar og skipuleggur viðburði sem efla samstöðu félaga innan húss sem utan.

Með því að greiða félagsgjöld og styrkja félagið fá félagar:

– Aðild að Akademónar póstlista ReykjavíkurAkademíunnar
– Kost á að birtast með eigin síðu í fræðimannatali ReykjavíkurAkademíunnar.
– Akademíunetfang gegn vægu gjaldi.
– Kost á að leigja skrifstofu, gegn sanngjörnu gjaldi.
– Kost á að leigja fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar, gegn sanngjörnu gjaldi.
– Kost á að halda fyrirlestra á vegum Akademíunnar.
– Kost á að skipuleggja málþing og ráðstefnur í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna.
– Taka þátt í ókeypis eða niðurgreiddum námskeiðum á vegum ReykjavíkurAkademíunnar.
– Afslátt á tölvuviðgerðum og annarri þjónustu hjá Tæknihorninu.
– Kosningarétt á aðalfundi.

Inntaka nýrra félaga

Aðild að Félagi ReykjavíkurAkademíunnar er forsenda þátttöku í starfi þess og aðgangur að þjónustu sem boðið er upp á í ReykjavíkurAkademíunni. Hér eru nánari upplýsingar um mikilvægi og kosti þess að vera aðila að FRA ásamt umsóknareyðublaði sem þeir fræðimenn sem hafa hug á að ganga í félagið fylla út. 

Umsóknir þeirra fræðimanna sem hafa hug á að ganga í Félag ReykjavíkurAkademíunnar eru teknar fyrir á fundi stjórnar félagsins. Aðild að félaginu er forsenda þess að taka þátt í starfi þess, þiggja þá þjónustu sem boðið er upp á og að leigja skrifstofu í Þórunnartúni.

Til að skrá sig úr félaginu þarf að senda póst á netfangið ra [hja] akademia.is

Hagsmunagæsla fyrir sjálfstætt starfandi fræðimenn

ReykjavíkurAkademían hugar að heildarhagsmunum sjálfstætt starfandi fræðimönnum.

Um þessar mundir er BHM að skoða sérstaklega hagsmuni sjálfstætt starfandi háskólamanni á breyttum vinnumarkaði. Á þeim vettvangi hefur ReykjavíkurAkademían talað fyrir hagsmunum sjálfstætt starfandi fræðimanna.

 

Praktískar upplýsingar

Útseld vinna. REIKNIVÉL BHM

Á heimasíðu Rithöfundasambandsins er yfirlit yfir ýmsa TAXTA OG GJALDSKRÁR.

Upplýsingasíða BHM um kjör og réttindi sjálfstætt starfandi háskólamanna.

 

Áhugavert

Faculti  Hlaðvarp með viðtöl við vísinda- og fræðafólk sem fjalla um vísindi á beiðum grundvelli, rannsóknarverkefni og einnig nýjar eða nýlegar bækur.

Umsókn um aðild

Sæktu um aðild að ReykjavíkurAkademíunni