Með því að greiða félagsgjöld og styrkja félagið fá félagar:
– Aðild að póstlista ReykjavíkurAkademíunnar (Frá Fra)
– Kost á að fá fregnir af fræðastarfi og félagslífi í Þórunnartúni (Á döfinni)
– Kost á að birtast með eigin síðu í fræðimannatali ReykjavíkurAkademíunnar.
– Akademíunetfang gegn vægu gjaldi.
– Kost á að leigja skrifstofu, gegn sanngjörnu gjaldi.
– Kost á að leigja fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar, gegn sanngjörnu gjaldi.
– Kost á að halda fyrirlestra á vegum Akademíunnar.
– Kost á að skipuleggja málþing og ráðstefnur í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna.
– Taka þátt í ókeypis eða niðurgreiddum námskeiðum á vegum Félags ReykjavíkurAkademíunnar.
– Afslátt á tölvuviðgerðum og annarri þjónustu hjá Tæknihorninu.
– Kosningarétt á aðalfundi.
Inntaka nýrra félaga
Þeir fræðimenn sem hafa hug á að ganga í félagið þurfa að fylla út eyðublaðið, Umsókn um félagsaðild.
Til að skrá sig úr félaginu þarf að senda póst á netfangið ra@akademia.is
Umsóknir þeirra fræðimanna sem hafa hug á að ganga í Félag ReykjavíkurAkademíunnar eru teknar fyrir á fundi stjórnar félagsins. Aðild að félaginu er forsenda þess að taka þátt í starfi þess, þiggja þá þjónustu sem boðið er upp á og að leigja skrifstofu í Þórunnartúni.