(354) 562 8565 ra@akademia.is
 1. Forsíða
 2.  » 
 3. Þjónusta
 4.  » 
 5. Þjónusta við félaga
 6.  » Fundarsalur

Fundarsalur ReykjavíkurAkademíunnar

Fundarsalur ReykjavíkurAkademíunnar er á 4. hæð í Þórunnartúni 2 ásamt Bókasafni Dagsbrúnar. Fundarsalurinn tekur um fimmtíu manns í sæti og þar geta setið til borðs allt upp í 30 manns. Salurinn er búinn myndvarpa og tjaldi. Smelltu hér til þess að bóka salinn.

Reglur um notkun fundarsalar

 1. Fundarsalurinn er eingöngu lánaður félagsmönnum FRA til að halda fundi og minni viðburði sem tengjast fræðum og fræðastarfi.
 2. Félagar sem leigja ekki vinnurými hjá RA geta ekki notað fundarsalinn um helgar nema í undantekningartilvikum.
  Framkvæmdastjóri fær meldingu í hvert sinn sem salurinn er bókaður. Skráið því netfangið ykkar í bókunarreit dagatalsins svo hægt sé að hafa samband við ykkur ef þið getið ekki fengið salinn á umbeðnum tíma.
 3. Nauðsynlegt er að ganga vel um salnum, sérstaklega þegar úti er blautt og rakt. Ekki skilja eftir ykkur verksummerki, s.s fótspor o.fl.
 4. Allt rusl þarf að fjarlægja að notkun lokinni. Best er að hafa með sér ruslapoka og taka það með sér heim.
 5. Muna að slökkva öll ljós og læsa hurðinni á eftir ykkur.Kær kveðja og gangi ykkur vel að funda!