1. Forsíða
  2.  » 
  3. Þjónusta
  4.  » 
  5. Þjónustan
  6.  » Fundarsalur

Fundaraðstaða  ReykjavíkurAkademíunnar

Á fyrstu hæð ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2 eru tvö fundarrými. Ráðslag, fundarherbergi og Dagsbrún, fundarsalur.

Um Ráðslag

Ráðslag rýmir 10 manns í sæti. Þar er búnaður til fjarfunda.

Um Dagsbrún

Dagsbrún tekur um fimmtíu manns í sæti og þar geta setið til borðs allt upp í 30 manns.

Salurinn er búinn sýningarskjá og fullkomnum streymis- og upptökubúnaði.

 

Almennar reglur um lán á fundaraðstöðunnar

  1. Ráðslag er lánað út til félagsmanna FRA til að halda fundi sem tengjast fræðum og fræðastarfi.
  2. Dagsbrún er eingöngu lánuð félagsmönnum FRA til að halda stærri fundi og viðburði sem tengjast fræðum og fræðastarfi. Dagsbrún er almennt ekki lánuð út á opnunartíma Bókasafns Dagsbrúnar og hafa þarf samráð við skrifstofu RA.
  3. Á skrifstofu RA er hægt að nálgast lykla að fundaraðstöðunni og þar eru nánari upplýsingar um aðstöðuna.
  4. Forsenda láns á fundaraðstöðunni er góð umgengni  bæði um rýmin og allan búnað. Frágangur þarf að vera góður. Allir fletir (borð og gólf) skulu hreinsaðir, eldhúsbúnaður þveginn og frágenginn og allt rusl skal fjarlægt. Húsgögn og allur búnaður skal vera í sömu skorðum og þegar notkunin hófst.
  5. Muna að slökkva öll ljós og læsa hurðinni á eftir ykkur.

Nánari upplýsingar og aðstoð er að fá hjá starfsfólki RA.

 

Leiga á fundaraðstöðu RA

Bæði Ráðslag, fundarherbergi og Dagsbrún, fundarsalur eru leigð út til utanaðkomandi aðila. Nánari upplýsingar um aðstöðuna, verð og skilyrði útleigu eru veittar á skrifstofu RA í netfanginu ra [hja] akademia.is