Fundarsalur ReykjavíkurAkademíunnar
Fundarsalur ReykjavíkurAkademíunnar er á 4. hæð í Þórunnartúni 2 ásamt Bókasafni Dagsbrúnar. Fundarsalurinn tekur um fimmtíu manns í sæti og þar geta setið til borðs allt upp í 30 manns. Salurinn er búinn myndvarpa og tjaldi. Smelltu hér til þess að bóka salinn.
Reglur um notkun fundarsalar
- Fundarsalurinn er eingöngu lánaður félagsmönnum FRA til að halda fundi og minni viðburði sem tengjast fræðum og fræðastarfi.
- Félagar sem leigja ekki vinnurými hjá RA geta ekki notað fundarsalinn um helgar nema í undantekningartilvikum.
Framkvæmdastjóri fær meldingu í hvert sinn sem salurinn er bókaður. Skráið því netfangið ykkar í bókunarreit dagatalsins svo hægt sé að hafa samband við ykkur ef þið getið ekki fengið salinn á umbeðnum tíma. - Nauðsynlegt er að ganga vel um salnum, sérstaklega þegar úti er blautt og rakt. Ekki skilja eftir ykkur verksummerki, s.s fótspor o.fl.
- Allt rusl þarf að fjarlægja að notkun lokinni. Best er að hafa með sér ruslapoka og taka það með sér heim.
- Muna að slökkva öll ljós og læsa hurðinni á eftir ykkur.Kær kveðja og gangi ykkur vel að funda!