(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Afrit fyrstu heimasíðunnar (sögubrot)

Afrit fyrstu heimasíðunnar (sögubrot)

by | 17. okt, 2000 | Fréttir, Gárur

Forsíða fyrstu vefsíðu RAFram kemur í bók Árna Daníels Júlíussonar, Fræðimenn í flæðarmáli, sögu ReykjavíkurAkademíunnar 1997 -2007,  að stofnendur ReykjavíkurAkademíunnar lögðu mikila áherslu á að koma upp heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar. Skipaður var starfshópur í byrjuna árs 1999 sem fékk það hlutverk að koma upp heimasíðu.  Á sama tíma var „… leitað til félaga um að færa netföng sín til Landsímans til að mynda sameiginlegt vefsvæði.“ skrifar Árni Daníel á bls. 24 í Fræðimönnum í flæðarmáli, án þess  þó að skýra nánar tæknina sem lá að baki þessari hvatningu til félagsmanna!

Sú sem þessar línur ritar er ekki viss um hvenær vefsíðan fór í loftið en elsta afrit vefsíðunnar sem varðveitt er í Vefsafni Landsbókasafns var tekið 17. október 2000. Því miður virka tenglarnir ekki sem skyldi á þessari útgáfu heimasíðunnar en af henni er þó auðvelt að sjá að starfsemi RA var þá umtalsverð.

Undir yfirskriftinni ReykjavíkurAkademían – rannsóknasamfélag er haldið utan um starfsemina: Félagatalið er á sínum stað sem og tenglar á Atvikaröðina, á Kistuna veftímarit og nýjasta útgáfa Akademóns, fréttabréfs ReykjavíkurAkademíunnar frá 22. júní. Einum degi eftir af fyrsta farit heimasíðunnar er tekið kom út nýtt fréttabréf eins og sjá má af afriti vefsíðunnar, sem var tekið  19. október 2000.

Hér er stutt grein þar sem fjallað er um þá útgáfu vefsíðu ReykjavíkurAkademíunnar sem var aflögð í byrjun árs 2020.


Sögubrotið er tekið saman af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur í tilefni af 25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar 7. maí 2022.
Ef þú býrð yfir frekari upplýsingum um heimasíðuna endilega hafðu samband við skrifstofuna. ra [hjá] akademia.is